55 kíló farin hjá Grétari Inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2013 08:00 Grétar Ingi Erlendsson sést hér í leik á móti ÍR í vetur. Hann hefur skorað 11,4 stig að meðaltali á 21,2 mínútum í Dominos-deildinni á þessu tímabili. Mynd/Valli Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Körfuboltaævintýrið í Þorlákshöfn er enn í fullum gangi og liðið tekur á móti Stjörnunni í kvöld í toppbaráttuslag í Dominos-deildinni. Grétar Ingi Erlendsson er 29 ára miðherji liðsins sem sannar að uppkoma körfuboltaliðsins er ekki eina „kraftaverkið" tengt körfuboltanum í þessum rúmlega 1500 manna bæ. Fyrir tæpum tveimur árum var Grétar Ingi hættur í körfubolta og kominn upp í 170 kíló á vigtinni en í dag vegur hann 115 kíló og hefur því létt sig um 55 kíló á rúmlega 20 mánuðum. „Þegar konan var ólétt fór ég í einhvern pakka með henni. Ég hætti að æfa og fór að éta. Þetta varð alltaf meira og meira því maður gerði ekki neitt. Eftir smá tíma fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér því ég áttaði mig ekki á því hvað ég var orðinn stór og mikill. Ég sá jólamynd af okkur fjölskyldunni og þá fékk maður sjokk og kom niður á jörðina. Þá tók ég þá ákvörðun að ég ætlaði ekki að vera feiti pabbinn sem gat ekki tekið þátt í neinu," rifjar Grétar upp. „Það fyrsta sem ég gerði var að byrja að hreyfa mig aftur. Ég fór og talaði við Benna (Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórsliðsins) sem þá var á sínu fyrsta tímabili með liðið. Hann var tilbúinn að leyfa mér að koma inn í þetta á mínum forsendum. Svo var það bara svo hrikalega gaman að maður gaf alltaf meira og meira í," segir Grétar. „Það er búið að vera afskaplega skemmtilegt að sjá umbreytinguna. Eftir jólin varð ég að taka til í fataskápnum því ég var farinn að vera í lörfum sem héngu utan á mér. Ég gaf fullt af fötum og það eru örugglega einhverjir íturvaxnir þriðja heims menn vel klæddir þessa dagana," segir Grétar Ingi og hann finnur mikinn mun inni á körfuboltavellinum. „Það er miklu auðveldara að fara upp og niður völlinn og maður lyftir sér hærra, hleypur hraðar og þetta skilar gríðarlega miklu inni á vellinum. Maður gat ekki verið að keppa og æfa á þessu stigi þegar maður var að bera 170 kílóin og gerði ekki mikið þá," segir Grétar. Hann er að glíma við meiðsli í fæti þessa dagana og verður ekki með í næstu leikjum liðsins. „Ég lenti í þessu líka í fyrra. Ég fór í hnénu og fór í aðgerð í desember. Ég kom þá inn í þetta í lok febrúar. Ætli þetta verði ekki eitthvað svipað þetta árið og svo hjálpar maður þeim að klára tímabilið og vonandi verður þetta eins og í fyrra og við förum alla leið," segir Grétar en Þórsliðið tapaði í lokaúrslitunum í fyrra á móti Grindavík. „Strákarnir í liðinu eru duglegir að hjálpa til og hvetja mann áfram. Svo er fólk í bænum alltaf að koma til manns. Maður finnur það alltaf að fólk á töluvert meira í manni en utanbæjarstrákunum og útlendingunum. Þegar okkur heimastrákunum gengur vel fáum við alveg að vita það og heyra það. Við sjáum það í aukningu á áhorfendum og öðru því það skiptir töluverðu máli fyrir svona klúbb að vera með öfluga heimastráka," segir Grétar og Þorlákshafnarbúar gera verið stoltir af honum og liðinu sínu. „Það er skemmtilegt að þessi litli klúbbur úti á landi er kominn í sömu umræðu og Grindavík og KR. Þetta er orðinn stór klúbbur í körfunni og er alltaf að vera stærri og stærri. Við finnum það hér í sveitarfélaginu hvað allir eru farnir að fylgjast vel með og hvað karfan er farin að skipta miklu máli hérna. Þetta er búið að vera rosa spennandi að fylgjast með þessu og gaman að fá að taka þátt í þessu," sagði Grétar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira