Lífið

Ég elska að græða peninga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Modern Family-stjarnan Sofia Vergara prýðir forsíðu tímaritsins Glam Belleza Latina. Hún segist bæði vera falleg og gáfuð.

"Mörgum finnst erfitt að skilja að maður geti verið bæði kynþokkafullur og gáfaður. Flestum finnst auðveldara að kalla mann sexí bimbó," segir Sofia sem þénaði þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári.

"Ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég elska að græða peninga. Ég elska viðskipti og ég legg meiri pening til hliðar en ég eyði. Ég fjárfesti. Ég skipulegg framtíðina. Ég hef næmt auga fyrir tækifærum og vinn meira en fólk heldur. Það er gaman að koma fólki á óvart með viðskiptahugmyndum mínum. Sumt fólk sér mig bara sem Gloriu," segir Sofia og vísar í karakter sinn í Modern Family.

Forsíðustúlka.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.