Lífið

Áður óþekkt lög Johnny Cash gefin út

Bjarki Ármannsson skrifar
Hinn ódauðlega rödd Johnny Cash heyrist brátt flytja ný lög.
Hinn ódauðlega rödd Johnny Cash heyrist brátt flytja ný lög.
Ný plata með hingað til óþekktum lögum kántrísöngvarans Johnny Cash verður gefin út á næsta ári. Tólf lög í flutningi Cash, þar af tvö frumsamin, fundust fyrir tilviljun í fyrra af John Carter Cash, syni söngvarans.

„Við urðum virkilega spennt við að finna þetta,“ segir hann í samtali við AP fréttastofuna. „Hér er gullfalleg plata sem enginn hefur nokkurn tímann heyrt.“

Lögin voru tekin upp á árunum 1981 og 1984 fyrir þáverandi plötuútgáfu Cash, Columbia Records. Það er Sony sem gefur út nýju plötuna, sem mun bera nafnið Out Among The Stars.

Johnny Cash, oft uppnefndur 'Svartklæddi maðurinn', er talinn einn helsti frumkvöðull kántrítónlistar í Bandaríkjunum. Hann vann sér hylli á sjöttu og sjöundu áratugum síðustu aldar með slögurum á borð við Ring of Fire og Folsom Prison Blues. Hann lést árið 2003 eftir langan og farsælan feril, sem fjallað var um í Óskarsverðlaunamyndinni Walk the Line.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.