Ein vinsælasta og virtasta tributehljómsveit heims, The Bootleg Beatles mun halda stórtónleika í Hörpu sunnudaginn 3. febrúar. Með þeim verður heil strengjablásarasveit.
"The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari.
"Þegar strengjablásarasveitin bætist við taka þeir enn flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum. Þetta verða fimm stjörnu Bítlatónleikar sem enginn sannur Bítlaaðdáandi má láta fram hjá sér fara."
"The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari.
"Þegar strengjablásarasveitin bætist við taka þeir enn flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum. Þetta verða fimm stjörnu Bítlatónleikar sem enginn sannur Bítlaaðdáandi má láta fram hjá sér fara."

http://www.bootlegbeatles.com/
Kaupa miða á tónleikana hér: http://midi.is