Líkaminn refsar þér ef þú notar skyndilausnir 5. apríl 2013 11:30 Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana, er búsett í Danmörku en þjálfar engu að síður fjöldann allan af Íslendingum í gegnum netið. Hún skrifar víða pistla og dreifir flottum fróðleik um heilsu, æfingar og mataræði. Ragga segir líkamann hefna sín ef maður þröngvar upp á hann dramatískum aðgerðum.Ráð Röggu ti að koma sér í form fyrir sumarið eftir páskagleðina Hegðunarmarkmið Settu þér hegðunarmarkmið frekar en að einblína eingöngu á útkomumarkmið. Versla hollt, minnka skammtana, sleppa gosdrykkjum og mæta á allar æfingar vikunnar. Það eru þessar uppsöfnuðu litlu breytingar á hegðun sem verða að lífsstíl. Gerðu samning Til að koma hegðun upp í vana þarf að framkvæma hana í 20-30 daga án þess að svindla. Gerðu samning við sjálfa(n) þig að mæta þrisvar í viku fyrsta mánuðinn – það eiga allir þrjá klukkutíma aflögu á viku. Heilbrigð efnaskipti Markmiðið í fitutapi á alltaf að vera að halda heilbrigðum efnaskiptum. Byrjaðu með kaloríur eins hátt og eins fáar þolæfingar og þú kemst af með. Lyfta þungt til að viðhalda vöðvamassanum. Láttu styrktaræfingar vera í forgangi fremur en þolæfingar. Mældu árangurinn Byrjaðu í efri mörkum hitaeiningaþurrðar og mældu líkamlegar breytingar á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef þú ert að ná árangri, haltu áfram á sömu braut. Ef ekkert er að gerast, gerðu smávægilegar breytingar. Vigtin segir ekki allt Ekki einblína á vigtina sem mælikvarða á árangur. Hún segir þér ekkert um hlutfall vöðva og fitu í samsetningu líkamans. Notaðu frekar þína eigin upplifun af árangri, fötin, málband, spegilinn. Raunhæfar væntingar Það þýðir ekki að byrja í apríl og ætla sér að verða helmassaköttaður í júní. Það tók ekki ársfjórðung að bæta á þig aukakílóunum – það mun því heldur ekki taka örfáar vikur að skafa þau af. Gefðu þér tíma í verkefnið. Því lengri tíma sem þú gefur þér í fitutap þá stuðlar það að langvarandi árangri. Þolinmæði er besti ferðafélaginn Leyfðu líkamanum að vinna á sínum hraða og mundu að góðir hlutir gerast hægt. Ekki detta í skyndilausnapakkann í epískri óþolinmæði eftir árangri. Ef þú gerir rétt fyrir líkamann vinnur hann með þér – ef þú þröngvar honum með dramatískum aðgerðum þá hefnir hann sín. Viðhorfið skiptir máli Stjórnaðu hugsunum þínum og lærðu á veikleika þína. Lærðu á sjálfan þig Ekki fara á enn eitt planið, kúrinn, æfingaprógrammið nema þú gerir vorhreingerningu í hausnum. Lærðu í hvaða aðstæðum þú kokkar upp afsakanir fyrir að fara af beinu brautinni. Vertu tilbúinn með mótrök og réttar aðferðir til að yfirstíga hindranir. Skrifaðu niður hvers vegna það skiptir þig máli að ná markmiðum þínum og dragðu upp þann minnismiða þegar hugsanir sem vilja vinna hryðjuverk á árangrinum læðast inn í kollinn á þér. Uppskriftir: https://ragganagli.wordpress.com/uppskriftir-roggu-nagla/ Heilsupressan: https://www.pressan.is/pressupennar/Ragga_Nagli Fjarþjálfun: https://ragganagli.wordpress.com/about/ Greinar: https://ragganagli.wordpress.com/greinar-roggu-nagla/ Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira
Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana, er búsett í Danmörku en þjálfar engu að síður fjöldann allan af Íslendingum í gegnum netið. Hún skrifar víða pistla og dreifir flottum fróðleik um heilsu, æfingar og mataræði. Ragga segir líkamann hefna sín ef maður þröngvar upp á hann dramatískum aðgerðum.Ráð Röggu ti að koma sér í form fyrir sumarið eftir páskagleðina Hegðunarmarkmið Settu þér hegðunarmarkmið frekar en að einblína eingöngu á útkomumarkmið. Versla hollt, minnka skammtana, sleppa gosdrykkjum og mæta á allar æfingar vikunnar. Það eru þessar uppsöfnuðu litlu breytingar á hegðun sem verða að lífsstíl. Gerðu samning Til að koma hegðun upp í vana þarf að framkvæma hana í 20-30 daga án þess að svindla. Gerðu samning við sjálfa(n) þig að mæta þrisvar í viku fyrsta mánuðinn – það eiga allir þrjá klukkutíma aflögu á viku. Heilbrigð efnaskipti Markmiðið í fitutapi á alltaf að vera að halda heilbrigðum efnaskiptum. Byrjaðu með kaloríur eins hátt og eins fáar þolæfingar og þú kemst af með. Lyfta þungt til að viðhalda vöðvamassanum. Láttu styrktaræfingar vera í forgangi fremur en þolæfingar. Mældu árangurinn Byrjaðu í efri mörkum hitaeiningaþurrðar og mældu líkamlegar breytingar á tveggja til þriggja vikna fresti. Ef þú ert að ná árangri, haltu áfram á sömu braut. Ef ekkert er að gerast, gerðu smávægilegar breytingar. Vigtin segir ekki allt Ekki einblína á vigtina sem mælikvarða á árangur. Hún segir þér ekkert um hlutfall vöðva og fitu í samsetningu líkamans. Notaðu frekar þína eigin upplifun af árangri, fötin, málband, spegilinn. Raunhæfar væntingar Það þýðir ekki að byrja í apríl og ætla sér að verða helmassaköttaður í júní. Það tók ekki ársfjórðung að bæta á þig aukakílóunum – það mun því heldur ekki taka örfáar vikur að skafa þau af. Gefðu þér tíma í verkefnið. Því lengri tíma sem þú gefur þér í fitutap þá stuðlar það að langvarandi árangri. Þolinmæði er besti ferðafélaginn Leyfðu líkamanum að vinna á sínum hraða og mundu að góðir hlutir gerast hægt. Ekki detta í skyndilausnapakkann í epískri óþolinmæði eftir árangri. Ef þú gerir rétt fyrir líkamann vinnur hann með þér – ef þú þröngvar honum með dramatískum aðgerðum þá hefnir hann sín. Viðhorfið skiptir máli Stjórnaðu hugsunum þínum og lærðu á veikleika þína. Lærðu á sjálfan þig Ekki fara á enn eitt planið, kúrinn, æfingaprógrammið nema þú gerir vorhreingerningu í hausnum. Lærðu í hvaða aðstæðum þú kokkar upp afsakanir fyrir að fara af beinu brautinni. Vertu tilbúinn með mótrök og réttar aðferðir til að yfirstíga hindranir. Skrifaðu niður hvers vegna það skiptir þig máli að ná markmiðum þínum og dragðu upp þann minnismiða þegar hugsanir sem vilja vinna hryðjuverk á árangrinum læðast inn í kollinn á þér. Uppskriftir: https://ragganagli.wordpress.com/uppskriftir-roggu-nagla/ Heilsupressan: https://www.pressan.is/pressupennar/Ragga_Nagli Fjarþjálfun: https://ragganagli.wordpress.com/about/ Greinar: https://ragganagli.wordpress.com/greinar-roggu-nagla/
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sjá meira