Svefnleysi og algjör klikkun á Íslandi 16. maí 2013 09:00 Frá vinstri: Steve Morse, Ian Paice, Ian Gillan, Roger Glover og Don Airey úr rokksveitinni Deep Purple.nordicphotos/Getty Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga enska rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi, sem mun vera met í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Bandið hefur verið í smá fríi núna þannig að við erum stútfullir af orku og með nýja plötu í farteskinu. Já, við hlökkum mikið til,“ segir söngvarinn Ian Gillan. „Ég man fyrst þegar við komum til Íslands. Við sváfum ekki neitt, það var algjör klikkun. Þetta var eitt stórt partí. Ég hef aldrei vitað til þess að partí endist svo lengi, það var ótrúlegt.“ Fyrsta platan í sjö ár Nýja platan, Now What?!, er sú nítjánda úr herbúðum Deep Purple og sú fyrsta í sjö ár. „Við ætluðum ekkert að gera plötu strax því það var svo gaman hjá okkur á tónleikaferðalögunum. En í Kanada í febrúar í fyrra hittum við upptökustjórann okkar Bob Ezrin og hann hvatti okkur til dáða. Málið er að Deep Purple er eiginlega „instrumental“-hljómsveit. Vissulega er ég söngvarinn en öll lögin okkar verða til þegar við djömmum saman. Ekkert er samið eftir að hljómsveitin kemur í hljóðver. Hann benti okkur á þetta og sagði okkur að hafa ekki áhyggjur af því að semja þriggja eða fjögurra mínútna lög, heldur leyfa tónlistinni að þróast áfram á eðlilegan hátt,“ segir Gillan. „Við fórum í hljóðver og þá hjálpuðu okkur öll þessi ár á milli hljómplatna. Við náum allir mjög vel saman og okkur gekk vel að semja strax frá byrjun.“ Tileinkuð minningu Jons Lord Now What?! er tileinkuð stofnmeðlimi Deep Purple, hammondleikaranum Jon Lord, sem lést í fyrra úr krabbameini á meðan á upptökunum stóð. „Við bjuggumst við þessu en það var samt mikið áfall þegar það gerðist. Ég man að þögn sló á hljóðverið í einhvern tíma en eftir það fórum við að segja fyndnar sögur af Jon,“ segir Gillan. „Þetta var svipað og þegar pabbi minn dó. Líkaminn var farinn í burtu en skyndilega var ég uppfullur af andanum. Við fundum fyrir mikilli nærveru Jon í herberginu, sem var magnað. Á þessum tíma samdi ég setninguna „Souls having touched are forever entwined“ [Sálir sem hafa snerst eru samtvinnaðar að eilífu]. Ég las hana í jarðarförinni hans [Lords] en setti hana svo í lag sem var nánast tilbúð sem heitir Above and Beyond. Ég vissi að lagið væri um aðskilnað og þegar ég setti þessi orð um Jon inn pössuðu þau mjög vel. Þetta var í raun Jon að syngja fyrir okkur. Andi hans sveimaði yfir okkur við gerð plötunnar og að sjálfsögðu er hún tileinkuð minningu Jons Lord.“ Heitir eftir Vincent Price Lokalag plötunnar heitir Vincent Price og er nefnt eftir hryllingsmyndaleikaranum sáluga. „Við þekktum hann allir og unnum með honum á einhverjum tímapunktum. Við gáfum þessu lagi vinnutitilinn Vincent Price því þegar við vorum að djamma hljómaði það eins og tónlist í hryllingsmynd. Þetta virtist góður titill.“ Sjúkrabörurnar aldrei fjarri Gillan verður 68 ára gamall í ágúst og ljóst að meðlimir Deep Purple eru ekkert að yngjast með árunum. Aðspurður um formið á þeim félögum segir hann: „Af og til heyri ég eitthvað detta á gangstéttinni fyrir aftan mig og ég tek eftir því að eitthvað nýtt hefur hrunið af mér. En nei, nei, þetta er allt í lagi, sjúkrabörurnar og sjúkrabíllinn eru aldrei langt undan,“ segir hann og hlær. Rokk og ról í fjórum hlutum Hvernig tónleikum mega Íslendingar búast við í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí? „Þrátt fyrir að tónleikarnir séu alltaf ferskir vegna þess að við spilum af fingrum fram verðum við núna enn ferskari með þrjú til fimm lög af nýju plötunni. Annars er alltaf sama uppbyggingin hjá okkur sem breytist aldrei. Tónleikarnir skiptast í fjóra hluta. Fyrst spilum við vel þekkt lög eins og Smoke on the Water, Black Night og Strange Kind of Woman. Svo spilum við minna þekkt lög sem voru aldrei spiluð í útvarpi en okkur finnst gaman að spila eins og Maybe I"m a Leo, Mary Long og No One Came. Þriðji hlutinn er með nýju efni og í þeim fjórða og síðasta spilum við af fingrum fram þar sem þú veist aldrei við hverju þú átt að búast. Þetta verður bara mjög gaman,“ segir Gillan. Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira
Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga enska rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi, sem mun vera met í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Bandið hefur verið í smá fríi núna þannig að við erum stútfullir af orku og með nýja plötu í farteskinu. Já, við hlökkum mikið til,“ segir söngvarinn Ian Gillan. „Ég man fyrst þegar við komum til Íslands. Við sváfum ekki neitt, það var algjör klikkun. Þetta var eitt stórt partí. Ég hef aldrei vitað til þess að partí endist svo lengi, það var ótrúlegt.“ Fyrsta platan í sjö ár Nýja platan, Now What?!, er sú nítjánda úr herbúðum Deep Purple og sú fyrsta í sjö ár. „Við ætluðum ekkert að gera plötu strax því það var svo gaman hjá okkur á tónleikaferðalögunum. En í Kanada í febrúar í fyrra hittum við upptökustjórann okkar Bob Ezrin og hann hvatti okkur til dáða. Málið er að Deep Purple er eiginlega „instrumental“-hljómsveit. Vissulega er ég söngvarinn en öll lögin okkar verða til þegar við djömmum saman. Ekkert er samið eftir að hljómsveitin kemur í hljóðver. Hann benti okkur á þetta og sagði okkur að hafa ekki áhyggjur af því að semja þriggja eða fjögurra mínútna lög, heldur leyfa tónlistinni að þróast áfram á eðlilegan hátt,“ segir Gillan. „Við fórum í hljóðver og þá hjálpuðu okkur öll þessi ár á milli hljómplatna. Við náum allir mjög vel saman og okkur gekk vel að semja strax frá byrjun.“ Tileinkuð minningu Jons Lord Now What?! er tileinkuð stofnmeðlimi Deep Purple, hammondleikaranum Jon Lord, sem lést í fyrra úr krabbameini á meðan á upptökunum stóð. „Við bjuggumst við þessu en það var samt mikið áfall þegar það gerðist. Ég man að þögn sló á hljóðverið í einhvern tíma en eftir það fórum við að segja fyndnar sögur af Jon,“ segir Gillan. „Þetta var svipað og þegar pabbi minn dó. Líkaminn var farinn í burtu en skyndilega var ég uppfullur af andanum. Við fundum fyrir mikilli nærveru Jon í herberginu, sem var magnað. Á þessum tíma samdi ég setninguna „Souls having touched are forever entwined“ [Sálir sem hafa snerst eru samtvinnaðar að eilífu]. Ég las hana í jarðarförinni hans [Lords] en setti hana svo í lag sem var nánast tilbúð sem heitir Above and Beyond. Ég vissi að lagið væri um aðskilnað og þegar ég setti þessi orð um Jon inn pössuðu þau mjög vel. Þetta var í raun Jon að syngja fyrir okkur. Andi hans sveimaði yfir okkur við gerð plötunnar og að sjálfsögðu er hún tileinkuð minningu Jons Lord.“ Heitir eftir Vincent Price Lokalag plötunnar heitir Vincent Price og er nefnt eftir hryllingsmyndaleikaranum sáluga. „Við þekktum hann allir og unnum með honum á einhverjum tímapunktum. Við gáfum þessu lagi vinnutitilinn Vincent Price því þegar við vorum að djamma hljómaði það eins og tónlist í hryllingsmynd. Þetta virtist góður titill.“ Sjúkrabörurnar aldrei fjarri Gillan verður 68 ára gamall í ágúst og ljóst að meðlimir Deep Purple eru ekkert að yngjast með árunum. Aðspurður um formið á þeim félögum segir hann: „Af og til heyri ég eitthvað detta á gangstéttinni fyrir aftan mig og ég tek eftir því að eitthvað nýtt hefur hrunið af mér. En nei, nei, þetta er allt í lagi, sjúkrabörurnar og sjúkrabíllinn eru aldrei langt undan,“ segir hann og hlær. Rokk og ról í fjórum hlutum Hvernig tónleikum mega Íslendingar búast við í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí? „Þrátt fyrir að tónleikarnir séu alltaf ferskir vegna þess að við spilum af fingrum fram verðum við núna enn ferskari með þrjú til fimm lög af nýju plötunni. Annars er alltaf sama uppbyggingin hjá okkur sem breytist aldrei. Tónleikarnir skiptast í fjóra hluta. Fyrst spilum við vel þekkt lög eins og Smoke on the Water, Black Night og Strange Kind of Woman. Svo spilum við minna þekkt lög sem voru aldrei spiluð í útvarpi en okkur finnst gaman að spila eins og Maybe I"m a Leo, Mary Long og No One Came. Þriðji hlutinn er með nýju efni og í þeim fjórða og síðasta spilum við af fingrum fram þar sem þú veist aldrei við hverju þú átt að búast. Þetta verður bara mjög gaman,“ segir Gillan.
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira