Lífið

Baðst af- sökunar

Beyonce var miður sín yfir að þurfa að fresta tónleikunum í Belgíu í byrjun vikunnar. Nordicphotos/getty
Beyonce var miður sín yfir að þurfa að fresta tónleikunum í Belgíu í byrjun vikunnar. Nordicphotos/getty

Beyonce er miður sín yfir því að hafa þurft að fresta tónleikum sínum í Antwerpen í byrjun vikunnar. Hún handskrifaði afsökunarbeiðni til vonsvikinna aðdáenda sinna, en hún kveðst aldrei hafa þurft að fresta tónleikum áður á ferlinum.

„Það var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun. Takk fyrir allar kveðjur. Mér líður miklu betur og er tilbúin að fara aftur á svið.“ Það voru læknar sem ráðlögðu Beyonce að slaka á og fresta tónleikunum vegna vökvaskorts og þreytu, en Beyonce er á miklum heimstúr um þessar mundir. Einnig hafa verið uppi sögusagnir um að söngkonan sé ólétt að sínu öðru barni en þær flökkusögur hafa ekki verið staðfestar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.