Bullið í Oddnýju Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar