Bullið í Oddnýju Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2013 06:00 Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Oddnýju Sturludóttur er kært að tala um skóla án aðgreiningar en hún hvorki hlustar né heyrir það sem aðrir hafa að segja. Það er auðvelt að segjast ekki ætla að loka sérskólum þegar maður er þegar búinn að því! Annað hvort veit Oddný ekki betur eða hún er vísvitandi að slá ryki í augu fólks. Öskjuhlíðarskóli var lagður niður árið 2008! Síðan þá hefur sá hópur þroskahamlaðra barna sem átti inni í Öskjuhlíðarskóla, verið þvingaður í almenna skóla. Það er réttur þessara barna, líðan þeirra og velferð sem okkur foreldrum er hugleikinn en Oddný vill ekki ræða það. Hún bullar bara um eitthvað sem hljómar vel, eins og endurbætur á Klettaskóla. Endurbætur á Klettaskóla bæta hag þessara barna ekkert því þau fá ekki að vera Klettaskóla! Þátttökubekkirnir sem Oddný nefnir, gera ekki heldur neitt fyrir þessi börn því þátttökubekkir eru ekki ætlaðir þeim. Það bætir ekki líðan þroskahamlaðs barns sem þjáist í almennum skóla að fá að vita að meirihluti hagsmunaaðila sem tjáðu sig um stefnuna um skóla án aðgreiningar, hafi verið ánægður með hana. Stuðningur við börn í Fellaskóla sem hafa ekki íslensku að móðurmáli kemur þessu máli akkúrat ekkert við. Né heldur aukinn fjárstuðningur til frístunda. Það bætir ekki það ranglæti sem þessi börn eru beitt þótt skóla- og frístundasvið lofi að styðja betur við skóla án aðgreiningar. Rétt er að benda Oddnýju á að borgin hefur haft fjörutíu ár til að þróa stefnuna um skóla án aðgreiningar og það er barnsleg einfeldni að halda að fólk treysti loforðum fólks sem virðist vera sama um velferð fatlaðra barna og hunsar vilja foreldra.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar