Lífið

Í fótspor pabba

Sara McMahon skrifar
Þórir Snær Sigurjónsson.
Þórir Snær Sigurjónsson.
Dularfullur listi barst vefsíðunni Indiewire í gær. Listinn er sagður innihalda nöfn þeirra kvikmynda sem keppa um Gullpálmann á Cannes-kvikmyndahátíðinni í ár. Á meðal þeirra er Only God Forgives í leikstjórn Nicholas Winding Refn. Einn af yfirframleiðendum myndarinnar er Þórir Snær Sigurjónsson.

Í dag skýrist hvort listinn er réttur og þá hvort Þórir Snær er á leið til Cannes ásamt Ryan Gosling, aðalleikara myndarinnar. Þess má geta að faðir Þóris, Sigurjón Sighvatsson, framleiddi kvikmyndina Wild at Heart sem hlaut Gullpálmann árið 1990. Gangi allt að óskum gætu feðgarnir báðir státað af slíkum verðlaunagrip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.