Innlent

Reykvíkingar snyrti gróður við lóðamörk

Brjánn Jónasson skrifar
Íbúar eru hvattir til að snyrta gróður við lóðamörk svo snjóruðningstæki komist um göngustíga og gangstéttir.
Íbúar eru hvattir til að snyrta gróður við lóðamörk svo snjóruðningstæki komist um göngustíga og gangstéttir. Fréttablaðið/Anton
Dæmi eru um að trjágróður sem vex út á göngustíga hafi valdið því að ekki hafi verið hægt að ryðja snjó af stígum Reykjavíkurborgar. Gróðurinn getur valdið hættu og hafa snjóruðningstæki skemmst við að ryðja stíga í borginni.

Við eftirlit með stígum borgarinnar í síðasta mánuði fundu starfsmenn borgarinnar um 1.500 staði þar sem líklegt er að gróður hindri för snjóruðningstækja.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru borgarbúar hvattir til að snyrta gróður við lóðamörk sín. Samkvæmt byggingareglugerð má gróður ná út fyrir lóðarmörk, en aðeins í yfir 2,8 metra hæð yfir göngustígum, og 4,2 metra hæð yfir akbrautum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×