
Þátttaka lækna í sjúkraflugi
Fyrstu fimm árin var flugið aðeins mannað sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði Akureyrar. Í mars 2002 hófu læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilsugæslustöðinni á Akureyri að sinna læknisþjónustu í fluginu. Sú þjónusta hefur haldist bláþráðalítið í 11 ár. Starfsemin er orðin viðamikil og eru farin um 500 flug á ári. Þjónustu læknis er krafist í rétt innan við helmingi þeirra.
Sjúkraflugið er nú sjálfsagður hluti af heilbrigðisþjónustu landsmanna. Þykir nauðsynlegt að þeir hafi jafnan aðgang að þessu öryggisneti. Munu heilbrigðisstarfsmenn víða um land geta borið því vitni að þessi þjónusta hafi verið allgóð.
Fluglækni hefur verið greitt bakvaktakaup utan dagvinnutíma og yfirvinnutaxti í útkalli. Dagvinna hefur ekki verið greidd. Því hafa læknar sem fara í útköll á dagvinnutíma þurft að hlaupa frá verkum og samstarfsfólk að ganga í þau. Það veldur óhagræði og óþægindum fyrir vinnufélaga og sjúklinga.
Viðbótarfjárveiting fékkst árið 2012 sem nam 20% stöðugildi. Það dugar einungis til að halda utan um vaktskema, búnað og kennslu. Eftir sem áður er enginn læknir í fullu starfi við að sinna því mikilvæga starfi sem sjúkraflugið er. Þessu ríður á að breyta.
Ekki er gott að þátttaka læknis í sjúkraflugi á dagvinnutíma byggist á miskunnsemi deilda sem hafa hann í vinnu. Slík frumherjahugsun endist ekki að eilífu. Vinnuveitendur útkallslæknis þreytast að lokum á endalausu brotthvarfi og taka að synja um notkun hans.
Í framtíðinni þarf að koma þessari starfsemi í horf sem hún á skilið og ekki byggir á góðmennsku og sjálfboðastarfi. Það verður best gert með því að ráðinn sé umsjónarlæknir að sjúkrafluginu í fullt starf. Hann sinni útköllum á dagvinnutíma, skipuleggi vaktir og menntun og þrói starfið. Með því yrði læknamönnun sjúkraflugs stöðugri til lengri tíma og drægi úr hættu á að starfsemin koðnaði niður. Hún fengi þann sess sem hún hefur í raun áunnið sér fyrir löngu. Þetta fyrirkomulag þarf að tryggja sem fyrst.
Forsvarsmenn sjúkraflugs hafa sótt um fjárveitingu til velferðarráðuneytisins. Þeir vænta þess að stjórnvöld horfi ekki fram hjá mikilvægi málsins. Undanfarin misseri hefur verið upp og ofan hvernig gengur að manna læknastöður á landsbyggðinni. Á sama tíma hefur dregið úr sjúkrahússtarfsemi í fámennari byggðum. Fyrir vikið mun sjúkraflug gegna stærra hlutverki á komandi tímum. Það er alls ekki hættandi á að láta þessa þjónustu leggjast af út af einum saman sparnaði, niðurskurði og skammsýni. Hér þarf að láta verkin tala.
Hildigunnur Svavarsdóttir
framkvæmdastjóri bráða-, fræðslu- og gæðasviðs
Pálmi Óskarsson
forstöðulæknir slysa- og bráðamóttöku
Stefán Steinsson
umsjónarlæknir sjúkraflugs
Sigurður E. Sigurðsson
framkvæmdastjóri lækninga
Skoðun

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar