Innlent

Bjargvætturinn hitti barnið

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjónvarpsstöðin ITV skipulagði endurfundi Tushu og þeirra sem að björgun hennar komu. Hér er VIðar að ræða við Tushu.
Sjónvarpsstöðin ITV skipulagði endurfundi Tushu og þeirra sem að björgun hennar komu. Hér er VIðar að ræða við Tushu. Skjáskot úr myndbandi
Íslenski læknirinn Viðar Magnússon hitti nýverið hina sjö ára stúlku, Tushu Kamaleswaran frá Bretlandi, en Viðar bjargaði lífi hennar fyrir tveimur árum.

Tusha varð fyrir skoti í skotárás sem gerð var á verlsun sem var í eigu frænda hennar og hjarta hennar stövaðst. Viðar var einn sjúkraflutningsmannanna sem fóru á vettvang og bjargaði hann lífi hennar með því að framkvæma viðkvæma skurðaðgerð á götunni þar sem hann kom hjarta hennar aftur af stað. Tusha lamaðist þó í skotárásinni.

Endurfundur þeirra sem komu að björguninni og Tushu voru sýndir á sjónvarpsstöðinni ITV og þar sýndi hún Viðari og félögum að hún gæti hreyft fót sinn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×