Hvers vegna dró ráðuneytið skýrsluna til baka? Margrét Hermanns Auðardóttir skrifar 20. júní 2013 06:00 Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Á heimasíðu menntamálaráðuneytis birtist þann 22. maí sl. skýrsla um úttekt á stjórnsýslu fornleifarannsókna og fornleifaverndar á Íslandi 1990 til 2010, sem ráðuneytið hafði látið fornleifafræðingi að vinna, þar sem fjallað er um ástandið í fornleifaverndinni (t.d. 150 þús. uppgrafnir forngripir í óskilum). Þetta er raunar ekki nýtt og meira að finna í greinasafni Mbl. sl. 15 ár. Ef nafn undirritaðrar er slegið í leitarvel kemur fram hörð gagnrýni í viðtölum og aðsendum greinum (m.a. þeirri sem vitnað er til í skýrslunni). Skýrsluhöfundur kom fram í Kastljósi RÚV þann 27. maí https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/27052013-1 og viðbrögðin létu ekki á sér standa, t.d. frá handhafa Hólarannsókna og Fornleifastofnun Íslands (ekki opinber stofnun eins og oftast misskilst, heldur verktaki í einkaeign) auk Fornleifanefndar ríkisins og nýrrar Minjastofnunar Íslands, sem urðu hvað harðast úti í gagnrýninni. Forstöðumaður Minjastofnunar, sem ber stjórnunarlega ábyrgð, sat fyrir svörum í Kastljósi daginn eftir https://www.ruv.is/sarpurinn/kastljos/28052013-0 Bar ýmsu við en slapp í raun með að gefa málefnalegt svar við nokkrum hlut. Lögmaður Hólarannsókna ýjaði að málssókn í fréttaviðtali hjá RÚV. Ráðuneytið dró skýrsluna til baka af heimsíðu sinni (?) sbr. t.d. Fréttablaðið 29. maí. Hvers vegna? Og ekkert hefur heyrst meira um málið, er hér þöggun í gangi á kostnað menningararfs þjóðarinnar sem fornleifar hafa að geyma? Forstöðumaðurinn nýrrar Minjastofnunar taldi eitt gagnlegt við skýrsluna; að hana mætti nota til að fá meira fjármagn til sinnar stofnunar, sem undirritaðri fannst nokkuð bíræfið, þar eð ein af brýnustu tillögum skýrslunnar er að Ríkisendurskoðun geri úttekt á málaflokknum. Því að hér er um mikla fjárfestingu af opinberu fé að tefla, sem augljóslega hefur ekki skilað sér. En með þögninni virðist málið ganga óáreitt áfram. Eftir að þetta „slys“átti sér stað (þ.e. sannleikurinn slapp út hjá sjálfu ráðuneytinu, frekar en gagnrýnisrödd út í bæ sem ekki þyrfti að svara) auglýsir Minjastofnun Íslands 27. maí styrkveitingar sínar úr nýjum Fornminjasjóði þetta árið, þar sem einungis verkefna er getið en ekki styrkþega (þ.e. ábyrgðarmanna) https://www.husafridun.is/styrkir/fornminjasjodur/uthlutun-styrkja-2013/ Undirrituð spurðist fyrir um þetta 31. maí sem umsækjandi sem ekki hlaut styrk og barst það svar 7. júní að henni sé boðið að gera athugasemdir ef hún svo kysi! En vandinn er sá að undirrituð fær ekki upp gefið hverjir fengu styrkina (ábyrgðarmenn, rannsóknaleyfishafar) svo að unnt sé að ganga úr skugga um, hvort hér sé ekki verið að styrkja áfram þá sem brotlegir eru við fornleifaverndarlögin. Þar sem meginatriðum er ekki svarað með beinum spurningum til forstöðumanns Minjastofnunar Íslands sem úthlutar styrkjunum, er sá eini kostur eftir (fyrir hönd þeirra umsækjenda sem ekki fá áheyrn) að gera fyrirspurnina opinbera. Þetta getur vart talist sú gegnsæja stjórnsýsla sem boðuð er við úthlutun styrkja úr nýjum Fornminjasjóði, fjármögnuðum af fjárveitingum alþingis ?
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar