Efnaminna fólk neitar sér um tannlæknaþjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 14:47 Tannlæknar finna fyrir því að tekjulægri einstaklingar neiti sér um þjónustu þeirra. Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Um nítján prósent fólks í lægri tekjuhópum samfélagsins hafa neitað sér um tannlækningar vegna kostnaðar. Varaformaður Tannlæknafélagsins spyr hvort tannlækningar séu aðeins fyrir þá ríku. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði birtir á bloggi sínu samantekt á gögnum frá Hagstofu Evrópu sem sýna að um 19 prósent Íslendinga í lægsta fimmtungi launastigans hafa neitað sé um tannlækningar á árinu 2011 vegna kostnaðar. Staðan er aðeins verri í tveimur öðrum löndum; í Lettlandi þar sem 36 prósent hinna tekjulægstu hafa neitað sér um tannlækningar og í Búlgaríu þar sem rúmlega 20 pósent hafa gert það. En í Noregi hafa 9,6 prósent neitað sér um tannlækningar og 6,4 prósent í Danmörku en best er ástandið í Finnlandi og Bretlandi þar sem aðeins um hálft prósent fólks með lægstu tekjurnar hafa neitað sér um tannlækningar. Börkur Thoroddssen varaformaður Tannlæknafélags Íslands kannast við þetta ástand. „Já, já, við finnum virkilega fyrir því og eftir hrunið hefur þetta orðið meira og meira áberandi og mér finnst þetta ekkert vera að lagast mikið, Segir Börkur. Þetta sé alls ekki gott fyrir tannheilsu landsmanna. Börkur segir þetta meðal annars stafa af því hvað hið opinbera taki lítið þátt í tannlæknigakostnaði fólks. Tannlæknar finni þetta greinilega hjá tekjulægra fólki í samfélaginu. „Það er alveg greinilegt að svo er. Maður hugsar með sér hvort tannlækningar séu kannski bara fyrir þá ríku. Það er ákveðinn hópur fólks sem fer ekki til tannlæknis út af kostnaði og kannski er einnig eitthvað annað sem ræður því,“ segir Börkur. Með nýlegu samkomulagi tannlækna og stjórnvalda um opinbera greiðslu á tannlækningum barna muni ástandið ef til vill batna, þótt það verði ekki að fullu komið til framkvæmda fyrr en eftir fimm ár. En það ætti samt að létta undir með efnaminni fjölskyldum þannig að hinir fullorðnu veigri sér ekki við að sækja sér þjónustu tannlækna.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira