Ráðherra á réttri leið Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2013 14:43 Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun