Innlent

Opið hús hjá Geðhjálp

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Geðhjálp fékk húsið að Túngötu 7 gjöf fra ríkinu árið 1998 húsið hefur nú verið selt meðal annars til þess að létta af samtökunum skuldum en frá 2000 hefur árlega verið í kringum 3,2 milljóna króna halli á rekstri Geðhjálpar.

Í dag bauðst svo gestum og gangandi tækifæri á að versla innanstokksmuni Túngötunnar, í fjáröflunarskyni.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir er framkvæmdastýra Geðhjálpar. Hún segir tvær ástæður liggja að baki flutningunum og húsgagnasölunni.

„Annarsvegar erum við að létta skuldum af félaginu og hinsvegar þá erum við hætt svona beinni þjónustu. Við erum ekki lengur með félagsheimili eða mötuneyti, þannig að við þurfum ekki svona stórt húsnæði,“ segir Anna.

Líkt og sjá má, þá kenndi ýmissa grasa og hægt var að gera roknakaup á margvíslegum smámunum auk þess að uppboð var haldið á stærri innanstokksmunum.

„Við erum að selja húsið og flytja okkur í mun minna húsnæði. Úr fimmhundruð og sextíu fermetrum í hundrað og fimmtíu. Þannig að það er fullt af dóti sem við þurfum að selja og svo viljum við líka bara hafa svolítið gaman.“

Það má þó með sanni segja að senunni hafi stolið, hinn sextán ára gamli tenór, Óskar Andri Bjartmarsson. Söng Óskars má hlýða á í meðfylgjandi myndbroti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×