Innlent

Boðar umdeild frumvörp í haust

Höskuldur Kári Schram skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, flutti munnlega skýrslu um störf ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Hann sagði að von væri á fjölmörgum frumvörpum frá ríkisstjórninni í vetur meðal annars í tengslum við endurskoðun skattkerfisins og breytingum á heilbrigðis- og menntakerfinu. Í sumum tilvikum væri verið að hverfa frá stefnu síðustu ríkisstjórnar og því viðbúið að frumvörpin verði umdeild. Hann hvatti þó til samstöðu meðal annars þegar kemur að vinnu í tengslum við skuldavanda heimilanna.

Þá sagði Sigmundur að von sé á nýju frumvarpi um veiðigjöld og einnig frumvarpi um opinber fjármál sem felur í sér grundvallarbreytingu á framlagningu fjárlaga.

Forsætisráðherra fór hratt yfir stöðuna og nefndi einnig ný lýðheilsumarkmið og breytingar á almannatryggingakerfinu. Þá hvatti ráðherra til samstöðu í stjórnarskrármálinu.

Forystumenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ríkisstjórnina fyrir flatan niðurskurð og fyrir að gefa frá sér tekjur uppá marga milljarða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×