Ólafur Björn og Signý í forystu á Símamótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 18:10 Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Mynd/GSÍmyndir.net Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti. Golf Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Fótbolti Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson og Signý Arnórsdóttir eru efst eftir fyrsta daginn á fimmta móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi, Símamótinu, en mótið hófst á Leirdalsvelli í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins. Alls eru 63 kylfingar skráðir til leiks sem er heldur færri en venjulega. Þetta skýrist meðal annars á því að á sama tíma fer fram Íslandsmót höggleik í flokkum unglinga á Hólmsvelli í Leiru.Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum lék best í karlaflokki í dag en hann lék Leirdalsvöll á 70 höggum eða einu undir pari. Í öðru sæti er Rúnar Arnórsson úr Golfklúbbnum Keili en Rúnar lék í dag á pari vallarins eða á 71 höggi. Jafnir í þriðja til fjórða sæti eru þeir Guðjón Henning Hilmarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðarbæjar og Aron Snær Hákonarson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem léku báðir á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í kvennaflokki er það Signý Arnórsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem hefur forystu. Signý lék í dag á 72 höggum eða einu höggi yfir pari. Í öðru sæti er Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur en hún lék á 73 höggum í dag. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru síðan þær Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili. Það verður ræst út á morgun frá kl 7:30 en hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is/skor þar sem skor er uppfært á þriggja holu fresti.
Golf Mest lesið Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Fótbolti Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Handbolti Fær 2,6 milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Breyta landsliðsbúningnum sínum eftir flótta forsetans Fótbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Fótbolti Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira