Tekur svakalega á - bæði andlega og líkamlega Ellý Ármanns skrifar 9. ágúst 2013 11:45 Unnur Kristín Óladóttir 25 ára gullsmiður undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistaramót sem fram fer í Las Vegas á vegum WBFF í lok ágúst þar sem hún keppir í Pro flokki - Diva Fitness Model. Við forvitnuðumst um undirbúninginn og fengum smá innsýn í mataræðið hennar fyrir hennar tíunda mót.Grjótharður six pakk - komdu sæll og blessaður.MYND/Heida HBLjósmyndir: Heida HB Sjálfsagi mikilvægurHvernig gengur undirbúningurinn? „Nú stendur yfir niðurskurður en þá þurfa dagarnir að vera mjög vel skipulagðir og þá sérstaklega þegar nær dregur að móti. Ég æfi tvisvar sinnum á dag samhliða vinnu en ég er með barn, mann og heimili. Það þarf mikinn sjálfsaga, vilja og metnað."Ljósmynd Gunnarorn.com Ávextir úti á þessu stigi undirbúningsHvernig er mataræðið fyrir heimsmeistarkeppnina? „Ég er að borða á sirka tveggja tíma fresti en það fer alveg eftir því hversu langt er í mót hvað ég er að borða. Núna eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur í mótið og matarplanið því mjög strangt. Ég er að taka High carb/Low carb/No carb daga til skiptis og er til dæmis búin að taka út alla ávexti.Reynir að bæta sig milli móta „Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert mót og það er að koma sterkari inn og reyna að sýna bætingar á milli móta, vera með flotta sviðsframkomu og aðallega vera sátt með sjálfa mig og þeim persónulega árangri sem ég hef náð," segir Unnur einlæg.Hér rífur hún í lóðin - stórglæsileg.Fæðubótaefnin hjálpa „Það að stíga á svið er sigur út af fyrir sig. Það sem hefur hjálpað mér við að ná árangri eru fæðubótaefnin frá Sci Mx en ég hef verið að taka Glútamín, CLA, Omni Hardcore, GRS Prótein, X-plode, BCAA og svo Shred-X hardcore brennslutöflurnar frá þeim," telur hún upp.Gæti þetta aldrei án þjálfarans „Ég er búin að vera með sama einkaþjálfarann síðan á mínu fyrsta móti. Hún heitir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Ég gæti þetta aldrei án hennar, hún er hreinskilin, hvetjandi og hefur endalausa trú á mér. Ótrúlega klár í sínu fagi. Ég fæ líka mikinn stuðning frá maka og fjölskyldunni minni."Með verðlaunagripina sem eru ófáir.Líður vel í fitness „Framtíðarmarkmið er að halda áfram að lifa hollu og heilbrigðu lífi, mér hefur aldrei liðið jafn vel eins og eftir að ég byrjaði að keppa í módelfitness. Ég er að halda mér í góðu formi á milli móta líka. „Beeing fit is not my hobby its my lifestyle" - þessi setning á vel við mig í dag."Hausinn þarf að vera 100% í lagi „Mig langar að benda stelpum sem eru að hugsa um að fara að keppa að þetta er ekki auðvelt. Þó ég hafi keppt bráðum tíu sinnum þá finnst mér þetta alltaf jafn erfitt. Niðurskurðurinn tekur svakalega á, bæði andlega og líkamlega. Hausinn þarf að vera 100% í lagi. Það er líka mjög nauðsynlegt að vera með þjálfara. En annars mæli ég hiklaust með þessu sporti. Það er ekkert skemmtilegra en að sigra sjálfan sig."Unnur sýndi okkur matardagbókina meðal annars.Matardagbók Unnar fyrir mótið„Þetta er svona sirka það sem ég er að borða núna ekki 100% nákvæmt samt," segir Unnur þegar við biðjum hana að lýsa einum degi þegar kemur að mataræðinu.Morgunmatur Hafragrautur eða eggjahræra og brokkolí í millimál og próteinlumma með hnetusmjöri.Hádegismatur Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða brún hrísgrjón með.Millimál Eggjahræra eða poppkex með avocado próteinsjeik fyrir og eftir æfingu.Kvöldmatur Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða þá brún hrísgrjón. „Síðan fæ ég mér næturprótein fyrir svefninn. Svo narta ég í möndlur yfir daginn ef mig langar í eitthvað."Þessa sjálfsmynd tók Unnur síðustu helgi á símann sinn eins og sjá má - þrjár vikur fyrir mótið. Toppiði það.Einn týpískur dagur í niðurskurði hjá Unni 07:00 - 08:00 Vakna og skutla Aroni í leikskólann. 08:30 Fer á æfingu. Tek brennsluæfingu og fer í Trimform hjá Trimform Berglindar. 10:00 - 16:00 Fer í vinnuna. 16:00 Sæki strákinn í leikskólann. 17:00 Lyftingaræfing. 18:30 Fer ég heim að elda kvöldmat, sinna Aroni og heimilisstörfum. 21:30 Svæfa. 22:00 Græja mat fyrir næsta dag. 23:00 Svefn. „Helgarnar eru svo vel nýttar með fjölskyldunni en sumarfríið hefur líka auðveldað þennan niðurskurð helling," segir Unnur að lokum. Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira
Unnur Kristín Óladóttir 25 ára gullsmiður undirbýr sig þessa dagana fyrir heimsmeistaramót sem fram fer í Las Vegas á vegum WBFF í lok ágúst þar sem hún keppir í Pro flokki - Diva Fitness Model. Við forvitnuðumst um undirbúninginn og fengum smá innsýn í mataræðið hennar fyrir hennar tíunda mót.Grjótharður six pakk - komdu sæll og blessaður.MYND/Heida HBLjósmyndir: Heida HB Sjálfsagi mikilvægurHvernig gengur undirbúningurinn? „Nú stendur yfir niðurskurður en þá þurfa dagarnir að vera mjög vel skipulagðir og þá sérstaklega þegar nær dregur að móti. Ég æfi tvisvar sinnum á dag samhliða vinnu en ég er með barn, mann og heimili. Það þarf mikinn sjálfsaga, vilja og metnað."Ljósmynd Gunnarorn.com Ávextir úti á þessu stigi undirbúningsHvernig er mataræðið fyrir heimsmeistarkeppnina? „Ég er að borða á sirka tveggja tíma fresti en það fer alveg eftir því hversu langt er í mót hvað ég er að borða. Núna eru ekki nema rétt rúmar tvær vikur í mótið og matarplanið því mjög strangt. Ég er að taka High carb/Low carb/No carb daga til skiptis og er til dæmis búin að taka út alla ávexti.Reynir að bæta sig milli móta „Ég set mér alltaf markmið fyrir hvert mót og það er að koma sterkari inn og reyna að sýna bætingar á milli móta, vera með flotta sviðsframkomu og aðallega vera sátt með sjálfa mig og þeim persónulega árangri sem ég hef náð," segir Unnur einlæg.Hér rífur hún í lóðin - stórglæsileg.Fæðubótaefnin hjálpa „Það að stíga á svið er sigur út af fyrir sig. Það sem hefur hjálpað mér við að ná árangri eru fæðubótaefnin frá Sci Mx en ég hef verið að taka Glútamín, CLA, Omni Hardcore, GRS Prótein, X-plode, BCAA og svo Shred-X hardcore brennslutöflurnar frá þeim," telur hún upp.Gæti þetta aldrei án þjálfarans „Ég er búin að vera með sama einkaþjálfarann síðan á mínu fyrsta móti. Hún heitir Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir. Ég gæti þetta aldrei án hennar, hún er hreinskilin, hvetjandi og hefur endalausa trú á mér. Ótrúlega klár í sínu fagi. Ég fæ líka mikinn stuðning frá maka og fjölskyldunni minni."Með verðlaunagripina sem eru ófáir.Líður vel í fitness „Framtíðarmarkmið er að halda áfram að lifa hollu og heilbrigðu lífi, mér hefur aldrei liðið jafn vel eins og eftir að ég byrjaði að keppa í módelfitness. Ég er að halda mér í góðu formi á milli móta líka. „Beeing fit is not my hobby its my lifestyle" - þessi setning á vel við mig í dag."Hausinn þarf að vera 100% í lagi „Mig langar að benda stelpum sem eru að hugsa um að fara að keppa að þetta er ekki auðvelt. Þó ég hafi keppt bráðum tíu sinnum þá finnst mér þetta alltaf jafn erfitt. Niðurskurðurinn tekur svakalega á, bæði andlega og líkamlega. Hausinn þarf að vera 100% í lagi. Það er líka mjög nauðsynlegt að vera með þjálfara. En annars mæli ég hiklaust með þessu sporti. Það er ekkert skemmtilegra en að sigra sjálfan sig."Unnur sýndi okkur matardagbókina meðal annars.Matardagbók Unnar fyrir mótið„Þetta er svona sirka það sem ég er að borða núna ekki 100% nákvæmt samt," segir Unnur þegar við biðjum hana að lýsa einum degi þegar kemur að mataræðinu.Morgunmatur Hafragrautur eða eggjahræra og brokkolí í millimál og próteinlumma með hnetusmjöri.Hádegismatur Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða brún hrísgrjón með.Millimál Eggjahræra eða poppkex með avocado próteinsjeik fyrir og eftir æfingu.Kvöldmatur Kjúklingur, fiskur eða kjöt, brokkolí og salat, sætar kartöflur eða þá brún hrísgrjón. „Síðan fæ ég mér næturprótein fyrir svefninn. Svo narta ég í möndlur yfir daginn ef mig langar í eitthvað."Þessa sjálfsmynd tók Unnur síðustu helgi á símann sinn eins og sjá má - þrjár vikur fyrir mótið. Toppiði það.Einn týpískur dagur í niðurskurði hjá Unni 07:00 - 08:00 Vakna og skutla Aroni í leikskólann. 08:30 Fer á æfingu. Tek brennsluæfingu og fer í Trimform hjá Trimform Berglindar. 10:00 - 16:00 Fer í vinnuna. 16:00 Sæki strákinn í leikskólann. 17:00 Lyftingaræfing. 18:30 Fer ég heim að elda kvöldmat, sinna Aroni og heimilisstörfum. 21:30 Svæfa. 22:00 Græja mat fyrir næsta dag. 23:00 Svefn. „Helgarnar eru svo vel nýttar með fjölskyldunni en sumarfríið hefur líka auðveldað þennan niðurskurð helling," segir Unnur að lokum.
Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Sjá meira