Allir geislafræðingarnir drógu uppsagnir sínar til baka Hrund Þórsdóttir skrifar 9. ágúst 2013 12:00 Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans, vonaðist í morgun til þess að samkomulag næðist við formann Félags geislafræðinga. Þeir geislafræðingar sem enn voru óákveðnir, 19 talsins, höfðu sett endurráðningu Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, sem sagt var upp í vor, sem skilyrði fyrir því að snúa aftur til starfa. Þeir drógu þó allir uppsagnir sínar til baka fyrir miðnætti í gær en sögðust í yfirlýsingu treysta því að Katrín yrði endurráðin. Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans, vonar að sátt ríki með niðurstöðuna í hópi geislafræðinga. „Ég veit það voru mjög skýrar óskir um bætur á vinnufyrirkomulagi og kjarabætur og Landspítalinn telur að það hafi verið farið eins langt og hægt var til að koma til móts við þær óskir,“ segir Páll. Um helmingur geislafræðinganna hafði dregið uppsagnir sínar til baka um eftirmiðdaginn í gær, en sumir nýttu umhugsunartímann og tilkynningar frá þeim bárust fram eftir kvöldi. „Ég er mjög ánægður með að þessi öflugi hópur fagfólks hafi ákveðið að snúa aftur til vinnu og markmið okkar er auðvitað að vinna áfram með þessum hópi að því að bæta starfsaðstæður. Síðan eru auðvitað kjarasamningar lausir í vetur og þá eru þar möguleikar fyrir þennan hóp að sækja frekari bætur,“ segir Páll. Til stóð að Katrín færi í atvinnuviðtal á spítalanum klukkan ellefu í morgun. Fyrir þann fund kvaðst Páll ekki geta lofað því að henni yrði boðin staða við spítalann, en sagði markmiðið að báðir aðilar kæmu ánægðir af fundinum. „Við þurfum bara að skoða það. Fundurinn er til þess að skoða annars vegar þarfir þjónustunnar fyrir starfskraft og hins vegar óskir og þekkingu Katrínar og reyna að ná samkomulagi,“ sagði Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þeir geislafræðingar sem enn voru óákveðnir, 19 talsins, höfðu sett endurráðningu Katrínar Sigurðardóttur, formanns Félags geislafræðinga, sem sagt var upp í vor, sem skilyrði fyrir því að snúa aftur til starfa. Þeir drógu þó allir uppsagnir sínar til baka fyrir miðnætti í gær en sögðust í yfirlýsingu treysta því að Katrín yrði endurráðin. Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans, vonar að sátt ríki með niðurstöðuna í hópi geislafræðinga. „Ég veit það voru mjög skýrar óskir um bætur á vinnufyrirkomulagi og kjarabætur og Landspítalinn telur að það hafi verið farið eins langt og hægt var til að koma til móts við þær óskir,“ segir Páll. Um helmingur geislafræðinganna hafði dregið uppsagnir sínar til baka um eftirmiðdaginn í gær, en sumir nýttu umhugsunartímann og tilkynningar frá þeim bárust fram eftir kvöldi. „Ég er mjög ánægður með að þessi öflugi hópur fagfólks hafi ákveðið að snúa aftur til vinnu og markmið okkar er auðvitað að vinna áfram með þessum hópi að því að bæta starfsaðstæður. Síðan eru auðvitað kjarasamningar lausir í vetur og þá eru þar möguleikar fyrir þennan hóp að sækja frekari bætur,“ segir Páll. Til stóð að Katrín færi í atvinnuviðtal á spítalanum klukkan ellefu í morgun. Fyrir þann fund kvaðst Páll ekki geta lofað því að henni yrði boðin staða við spítalann, en sagði markmiðið að báðir aðilar kæmu ánægðir af fundinum. „Við þurfum bara að skoða það. Fundurinn er til þess að skoða annars vegar þarfir þjónustunnar fyrir starfskraft og hins vegar óskir og þekkingu Katrínar og reyna að ná samkomulagi,“ sagði Páll Matthíasson, staðgengill forstjóra Landspítalans.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira