Geðheilsustöð Breiðholts; nýleg nærþjónusta Lúðvíg Lárusson skrifar 6. nóvember 2013 06:00 Í tengslum við alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem var í október er tilvalið að kynna úrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fullorðna sem greindir eru með geðraskanir. Geðheilsustöð Breiðholts var stofnuð 2012 og er samvinnuverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að að auðvelda og auka samvinnu þessara tveggja stofnana ásamt því að veita heildræna þjónustu í nærumhverfinu. Geðheilsustöðin er einnig samstarfi við geðsvið Landspítalans, aðrar stofnanir og samtök sem koma að þjónustu og stuðningi við einstaklinga með geðraskanir. Við Geðheilsustöð Breiðholts er starfandi geðteymi sem sinnir þeim einstaklingum sem þurfa langtímaþjónustu og eftirfylgni hvort sem það er með viðtölum, heimavitjunum, eftirliti með lyfjagjöf eða fræðslu. Geðteymið sinnir einnig þjónustu til íbúa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Geðheilsustöðin veitir almenningi ráðgjöf og fræðslu, með því að hafa opinn ráðgjafasíma fjórum sinnum í viku. Í ráðgjafasímann getur hver sem er hringt undir nafnleynd og óskað eftir leiðbeiningu um lausn mála eða fengið upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í þjóðfélaginu. Geðheilsustöðin heldur fræðslu fyrir almenning þrisvar á ári í samvinnu við notendasamtökin Hugarafl. Fræðsla verður í sal félagsstarfsemi Árskóga þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að bæta geðheilsu sína og annarra. Þverfaglegur hópur fagfólks vinnur innan Geðheilsustöðvarinnar og vinnur starfsfólkið eftir batahugmyndafræði (recovery). Með batahugmyndafræðinni er unnið með valdeflingu þar sem m.a er að unnið með notendum í að taka aukna ábyrgð á eigin bata, heilsu og velferð. Notendum er hjálpað til að byggja upp betri sjálfsmynd og aukna vitund um eigið vald og val í lífinu. Í batastýrðri þjónustu er gjarnan nýtt persónuleg reynslu þeirra sem hafa náð bata af geðröskunum. Á Geðheilsustöðinni er unnið að innleiðingu á batahugmyndafræðinni í samvinnu við geðsvið Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Starfsemi Geðheilsustöðvarinnar er tilraunaverkefni til þriggja ára og verður gerð gæðaúttekt á starfseminni við lok verkefnisins. Þá verður horft til mikilvægi þess að stofna sambærilega geðheilsustöð í öðrum borgarhlutum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem var í október er tilvalið að kynna úrræði á vegum Reykjavíkurborgar fyrir fullorðna sem greindir eru með geðraskanir. Geðheilsustöð Breiðholts var stofnuð 2012 og er samvinnuverkefni Heimaþjónustu Reykjavíkur og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts. Þessu fyrirkomulagi er ætlað að að auðvelda og auka samvinnu þessara tveggja stofnana ásamt því að veita heildræna þjónustu í nærumhverfinu. Geðheilsustöðin er einnig samstarfi við geðsvið Landspítalans, aðrar stofnanir og samtök sem koma að þjónustu og stuðningi við einstaklinga með geðraskanir. Við Geðheilsustöð Breiðholts er starfandi geðteymi sem sinnir þeim einstaklingum sem þurfa langtímaþjónustu og eftirfylgni hvort sem það er með viðtölum, heimavitjunum, eftirliti með lyfjagjöf eða fræðslu. Geðteymið sinnir einnig þjónustu til íbúa í Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti. Geðheilsustöðin veitir almenningi ráðgjöf og fræðslu, með því að hafa opinn ráðgjafasíma fjórum sinnum í viku. Í ráðgjafasímann getur hver sem er hringt undir nafnleynd og óskað eftir leiðbeiningu um lausn mála eða fengið upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í þjóðfélaginu. Geðheilsustöðin heldur fræðslu fyrir almenning þrisvar á ári í samvinnu við notendasamtökin Hugarafl. Fræðsla verður í sal félagsstarfsemi Árskóga þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að bæta geðheilsu sína og annarra. Þverfaglegur hópur fagfólks vinnur innan Geðheilsustöðvarinnar og vinnur starfsfólkið eftir batahugmyndafræði (recovery). Með batahugmyndafræðinni er unnið með valdeflingu þar sem m.a er að unnið með notendum í að taka aukna ábyrgð á eigin bata, heilsu og velferð. Notendum er hjálpað til að byggja upp betri sjálfsmynd og aukna vitund um eigið vald og val í lífinu. Í batastýrðri þjónustu er gjarnan nýtt persónuleg reynslu þeirra sem hafa náð bata af geðröskunum. Á Geðheilsustöðinni er unnið að innleiðingu á batahugmyndafræðinni í samvinnu við geðsvið Landspítalans og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Starfsemi Geðheilsustöðvarinnar er tilraunaverkefni til þriggja ára og verður gerð gæðaúttekt á starfseminni við lok verkefnisins. Þá verður horft til mikilvægi þess að stofna sambærilega geðheilsustöð í öðrum borgarhlutum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar