Ódýrar og góðar íbúðir Björn Jón Bragason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar