Fótbolti

Nokkuð slæm veðurspá í Reykjavík á leikdegi

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd/vilhelm
Nú eru langtíma veðurspár farnar að birtast og er að koma ákveðin mynd af veðrinu sem verður í Reykjavík þann 15. nóvember þegar Ísland mætir Króatíu í fyrri leik umspilsins um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu á næsta ári.

Norska veðurstofan, yr.no, spáir ekki góðu veðri eftir níu daga en um það leyti sem leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum gæti verið hiti um frostmark og þó nokkur vindur eða sjö metrar á sekúndu. Snjóað gæti einnig yfir daginn.

Hér að neðan má sjá fyrstu spá yr.no um veðrið í Reykjavík daginn fyrir leik og á leikdegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×