Vonast eftir því að samningar við Kína klárist í næsta mánuði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2013 10:39 „Það liggja fyrir samningsdrög og það var verið að gera grein fyrir þeim og stöðu vinnunnar. Það er vonast til þess að hægt verði að ganga frá málinu í apríl," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslunarsamning þjóðanna hafa staðið yfir með hléum frá árinu 2007. Utanríkismálanefnd boðaði gesti úr utanríkis- og fjármálaráðuneytinu til fundar í morgun. „Það hafa verið samningalotur bæði hér og í Kína um langt skeið," segir Árni Þór en loks sé farið að sjá fyrir endann á viðræðunum. Aðspurður hvort einhver sérstök vandamál séu væntanleg í viðræðunum þjóðanna á síðustu metrunum segir formaðurinn: „Menn hafa auðvitað rætt samskipti á sviði mannréttindamála, eðlilega, og það er það sem má segja að hafi helst vafist fyrir mönnum. Hvernig eigi að koma þeim fyrir," segir Árni Þór. Hann bendir á að í fríverslunarsamningum sem þessum sé algengt að fjallað sé um mannréttindamál. „Við höfum verið að reyna að finna leiðir til þess að leysa þau og ég held að það sé í þokkalegum farvegi," segir Árni Þór. Íslendingar flytja helst makríl, grálúðu og karfa til Kína. Með fríverslunarsamningi má vænta þess að tollar á útflutningi þess varnings og annars yrðu felldir niður. Sömu sögu er að segja um iðnaðarvörur og fatnað sem töluvert er flutt af til Íslands frá Kína. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
„Það liggja fyrir samningsdrög og það var verið að gera grein fyrir þeim og stöðu vinnunnar. Það er vonast til þess að hægt verði að ganga frá málinu í apríl," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viðræður Íslendinga og Kínverja um fríverslunarsamning þjóðanna hafa staðið yfir með hléum frá árinu 2007. Utanríkismálanefnd boðaði gesti úr utanríkis- og fjármálaráðuneytinu til fundar í morgun. „Það hafa verið samningalotur bæði hér og í Kína um langt skeið," segir Árni Þór en loks sé farið að sjá fyrir endann á viðræðunum. Aðspurður hvort einhver sérstök vandamál séu væntanleg í viðræðunum þjóðanna á síðustu metrunum segir formaðurinn: „Menn hafa auðvitað rætt samskipti á sviði mannréttindamála, eðlilega, og það er það sem má segja að hafi helst vafist fyrir mönnum. Hvernig eigi að koma þeim fyrir," segir Árni Þór. Hann bendir á að í fríverslunarsamningum sem þessum sé algengt að fjallað sé um mannréttindamál. „Við höfum verið að reyna að finna leiðir til þess að leysa þau og ég held að það sé í þokkalegum farvegi," segir Árni Þór. Íslendingar flytja helst makríl, grálúðu og karfa til Kína. Með fríverslunarsamningi má vænta þess að tollar á útflutningi þess varnings og annars yrðu felldir niður. Sömu sögu er að segja um iðnaðarvörur og fatnað sem töluvert er flutt af til Íslands frá Kína.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira