„Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2013 16:34 Stórleikarinn Denzel Washington þykir standa sig vel í Flight. Á innfelldu myndinni er Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) standa að kvikmyndasýningu klukkan 21:30 í kvöld. Rennur allur aðgangseyrir til Barnahjálpar SÁÁ, en stefnt er á að sýna kvikmyndir sem fjalla á einhvern hátt um alkóhólisma í húsakynnum samtakanna á hverju mánudagskvöldi fram á vorið. Sýningin í kvöld verður þó í Sambíóunum, Egilshöll og verður nýjasta kvikmynd stórleikarans Denzel Washington, Flight, á dagskrá. „Barnahjálpin ætlar að styðja við starf hér hjá SÁÁ til þess að hjálpa börnum alkóhólista," segir Gunnar Smári Egilson, formaður samtakanna. „Það starf hefur verið hér í fimm ár, en með því að stofna Barnahjálpina erum við að búa til tæki þannig að við getum fjármagnað hana. Við fáum örlítinn styrk frá Reykjavíkurborg og Lýðheilsusjóði í starfsemina en samtökin sjálf borga um 25 milljónir á ári til að halda henni úti." Gunnar segir mikla þörf á þjónustunni, sem byggir upp á sálfræðiviðtölum við börn alkóhólista á aldrinum átta til átján ára. „Við erum með þrjá sálfræðinga að störfum hér og mikið að gera. Þjónustan stendur öllum börnum alkóhólista til boða og nú leitum við til almennings um að hjálpa okkur að halda úti þessari starfsemi."Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af alkóhólisma.Reynt að vekja athygli stjórnvalda Gunnar segir börn alkóhólista „mörg hver búa við mikið álag sem hafi áhrif á heilsu þeirra og auki líkurnar á því að þau þrói með sér áfengis- og vímuefnasýki og aðrar geðraskanir". „Norðmenn hafa til dæmis sett lög sem viðurkenna skyldu hins opinbera til þess að veita börnum úrræði sem búa við mikið álag vegna veikinda foreldra sinna, þar með talið áfengis og vímuefnasýki," en Gunnar segir samtökin hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þörfinni fyrir að setja sambærileg lög hér á landi. „Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana og það er það sem við erum að reyna að uppfylla." Kvikmyndin Flight segir frá flugmanni, langt leiddum af alkóhólisma, sem kemst í hann krappan þegar upp kemst að hann var undir áhrifum þegar flugvél brotlenti undir hans stjórn. Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af sjúkdómnum. „Já ég sá myndina. Mikill alkóhólisti sem hún fjallar um. Það eru auðvitað ekki allir alkóhólistar eins, en myndin er áhrifamikil og hann (Denzel Washington) leikur ótrúlega vel." Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) standa að kvikmyndasýningu klukkan 21:30 í kvöld. Rennur allur aðgangseyrir til Barnahjálpar SÁÁ, en stefnt er á að sýna kvikmyndir sem fjalla á einhvern hátt um alkóhólisma í húsakynnum samtakanna á hverju mánudagskvöldi fram á vorið. Sýningin í kvöld verður þó í Sambíóunum, Egilshöll og verður nýjasta kvikmynd stórleikarans Denzel Washington, Flight, á dagskrá. „Barnahjálpin ætlar að styðja við starf hér hjá SÁÁ til þess að hjálpa börnum alkóhólista," segir Gunnar Smári Egilson, formaður samtakanna. „Það starf hefur verið hér í fimm ár, en með því að stofna Barnahjálpina erum við að búa til tæki þannig að við getum fjármagnað hana. Við fáum örlítinn styrk frá Reykjavíkurborg og Lýðheilsusjóði í starfsemina en samtökin sjálf borga um 25 milljónir á ári til að halda henni úti." Gunnar segir mikla þörf á þjónustunni, sem byggir upp á sálfræðiviðtölum við börn alkóhólista á aldrinum átta til átján ára. „Við erum með þrjá sálfræðinga að störfum hér og mikið að gera. Þjónustan stendur öllum börnum alkóhólista til boða og nú leitum við til almennings um að hjálpa okkur að halda úti þessari starfsemi."Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af alkóhólisma.Reynt að vekja athygli stjórnvalda Gunnar segir börn alkóhólista „mörg hver búa við mikið álag sem hafi áhrif á heilsu þeirra og auki líkurnar á því að þau þrói með sér áfengis- og vímuefnasýki og aðrar geðraskanir". „Norðmenn hafa til dæmis sett lög sem viðurkenna skyldu hins opinbera til þess að veita börnum úrræði sem búa við mikið álag vegna veikinda foreldra sinna, þar með talið áfengis og vímuefnasýki," en Gunnar segir samtökin hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þörfinni fyrir að setja sambærileg lög hér á landi. „Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana og það er það sem við erum að reyna að uppfylla." Kvikmyndin Flight segir frá flugmanni, langt leiddum af alkóhólisma, sem kemst í hann krappan þegar upp kemst að hann var undir áhrifum þegar flugvél brotlenti undir hans stjórn. Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af sjúkdómnum. „Já ég sá myndina. Mikill alkóhólisti sem hún fjallar um. Það eru auðvitað ekki allir alkóhólistar eins, en myndin er áhrifamikil og hann (Denzel Washington) leikur ótrúlega vel."
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira