Vill Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega lækka skatta? Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 „Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
„Lækkun tekjuskatts á að vera forgangsatriði á nýju kjörtímabili,“ segir í bæklingi sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi inn á heimili landsmanna nýlega. En er einhver alvara í loforðum flokksins um að lækka tekjuskatt komist hann í ríkisstjórn eftir kosningar? Hvað segir reynslan okkur? Sjálfstæðisflokkurinn var við völd frá 1991 til 2008 og var þá mikið rætt um þörfina á því að draga úr umsvifum ríkisvaldsins og lækka skatta. Raunveruleikinn var hins vegar sá að skattar á almenning hækkuðu á þessu tímabili en um það má lesa í ítarlegri skýrslu um skattamál sem kom út í september 2008 (skýrslan heitir Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni og má t.d. finna á vef Fjármálaráðuneytisins). Sáralítið hefur verið fjallað um efni þessarar skýrslu í fjölmiðlum þótt ýmislegt mjög athyglisvert komi fram í henni, sérstaklega í ljósi þess hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um skattamál síðustu áratugi og ekki síst í yfirstandandi kosningabaráttu. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er að tekjuskattar hækkuðu mikið í síðustu stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins! Tekjuskattar (sem hlutfall af heildarlaunum einstaklinga) hækkuðu úr 17,2% árið 1993 í 21,6% árið 2007. Tekjuskattar voru sem sagt 25% hærri 2007 en þeir voru árið 1993! (Tafla 7.1 Tekjuskattar sem hlutfall af heildartekjum einstaklinga álagningarárin 1993-2007). Ástæðan fyrir þessari hækkun var, samkvæmt skýrslunni: „…fyrst og fremst lækkun persónuafsláttar miðað við launavísitölu og hins vegar mikil tekjuaukning“, einnig „…endurspegla hlutfallstölurnar það að barnabætur og vaxtabætur hafa ekki haldið í við breytingar á tekjum“. En skyldi auknum skattbyrðum hafa verið dreift jafnt yfir landsmenn? Ónei, hinir tekjulægstu tóku á sig mestu byrðarnar! Hjá þeim 25 prósentum sem höfðu lægstar tekjur (miðað við heildartekjur hjá hjónum og öðru sambúðarfólki, 1993-2005) jókst skattbyrðin um 10,0% til 13,6% en eftir því sem tekjurnar voru hærri jókst hún stöðugt minna. Tekjuhæstu 10 prósentin skáru sig úr að því leyti að skattbyrðin jókst ekki hjá þeim heldur minnkaði og það um heil 15% hjá þeim 5 prósentum sem höfðu hæstu tekjurnar! (Tafla 7.2 Meðalskatthlutföll eftir tekjubilum hjá hjónum og öðru sambúðarfólki tekjuárin 1993 og 2005). Um þessa þróun segir skýrslan meðal annars: „…skattbyrði hefur aukist mest í lægri tekjuhópunum og er ástæðan sú að lækkun álagningarhlutfallsins hefur ekki dugað til að vega upp á móti hlutfallslegri lækkun persónuafsláttar“ og „…afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það er líka mjög athyglisvert að skoða þróun skattheimtu á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Í skýrslunni er súlurit sem sýnir breytinguna í ríkjum OECD frá 1985-2006 (Sjálfstæðisflokkurinn var við völd stóran hluta þessa tímabils). Skatttekjur opinberra aðila lækkuðu í sex af þessum ríkjum en hækkuðu í 19. Hækkunin var næstmest á Íslandi eða 10,7%! (Mynd 3.2 Breytingar á hlutfalli skatttekna opinberra aðila af VLF í OECD-löndum 1985-2006) Eigum við að treysta því núna að Sjálfstæðisflokkurinn standi við loforð sín að lækka skatta á almenning ef hann kemst í ríkisstjórn? Af reynslunni að dæma er líklegast að hinir allra ríkustu muni njóta skattalækkana á meðan skattbyrðarnar hjá öðrum muni aukast, mest hjá hinum fátækustu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun