Vettel: Tími Rosbergs óbætanlegur Birgir Þór Harðarson skrifar 20. apríl 2013 19:00 Alonso, Rosberg og Vettel deila efstu þremur sætunum á ráslínunni með sér í Barein. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður. Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var ásamt Fernando Alonso talinn líklegastur til að ná ráspól í tímatökum dagsin. Hann segir ráspólstíma Nico Rosbergs hafa verið óbætanlegan og hafa komið á óvart. Vettel mun ræsa í öðru sæti á eftir Rosberg og á undan Alonso í kappakstrinum í hádeginu á morgun. „Ég alls ekki vonsvikinn,“ sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökurnar. „Til hamingju Nico! Hann ók ótrúlega góðan hring. Þetta var alltaf að fara að verða hans í dag.“ „Þegar ég kom yfir endalínuna í síðasta skiptið sá ég að ég var ekki fyrstur heldur annar. Ég vissi ekki hversu langt á eftir ég var því hringurinn minn var fínn,“ hélt Vettel áfram. „Þegar mér var svo sagt hversu langt á eftir ég var áttaði ég mig á að hringurin hans Nico hefur verið algerlega frábær. Svo góður að ég gæti ekki leikið hann eftir.“ Vettel segist samt vera ánægður með hvernig tímatakan spilaðist fyrir Red Bull-liðið. „Við náðum að stjórna dekkjunum okkar í gegnum alla tímatökuna. Keppnin á morgun mun svo öll snúast um dekkin og hvernig við förum með þau.“Vettel úðar sig í kaldri gufu til þess að kæla sig niður.
Formúla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira