Neytendur ósáttir við eindagabreytingu ÍLS Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 14. mars 2013 06:00 fréttablaðið/Vilhelm Frá og með næstu mánaðamótum verður eindagi á lánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) 4. hvers mánaðar, en ekki 15. eins og verið hefur. Eindaginn er því þremur dögum eftir gjalddaga. Breytingin skilar ÍLS 80 milljónum króna í auknar tekjur. Sjóðurinn segir hins vegar að vaxtatap hvers lánþega verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Þar er átt við tapaðar vaxtatekjur sem annars fengjust af því að hafa upphæðina lengur inni á reikningum greiðenda. Kvartanir yfir málinu hafa borist inn á borð Neytendasamtakanna og stjórn þeirra mun fjalla um málið 20. þessa mánaðar. „Auðvitað getur þetta haft erfiðleika í för með sér fyrir einhverja. Við teljum að þetta sé gert með mjög stuttum fyrirvara og hann hefði átt að vera lengri," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Breytingin hefur þegar orðið og mun vera í gildi við afborganir um næstu mánaðamót. „Engar kvaðir eru í lögum, reglugerðum eða á skuldabréfum sjóðsins, um það hversu mörgum dögum eftir gjalddaga eindaginn er," segir í tilkynningu frá ÍLS. „Langt eindagatímabil var upphaflega til þess ætlað að veita mönnum svigrúm til þess að komast í banka til að greiða af húsnæðislánum sínum. Í dag greiða flestir rafrænt, ýmist með skuldfærslum eða í heimabanka, og því lítil rök fyrir löngu eindagatímabili." Þá segir að stytting eindagatímabilsins sé liður í hagræðingaraðgerðum sjóðsins en stjórnvöld hafi gert kröfu um hagræðingu í rekstri hans. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Frá og með næstu mánaðamótum verður eindagi á lánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) 4. hvers mánaðar, en ekki 15. eins og verið hefur. Eindaginn er því þremur dögum eftir gjalddaga. Breytingin skilar ÍLS 80 milljónum króna í auknar tekjur. Sjóðurinn segir hins vegar að vaxtatap hvers lánþega verði aldrei meira en 150 krónur á ári. Þar er átt við tapaðar vaxtatekjur sem annars fengjust af því að hafa upphæðina lengur inni á reikningum greiðenda. Kvartanir yfir málinu hafa borist inn á borð Neytendasamtakanna og stjórn þeirra mun fjalla um málið 20. þessa mánaðar. „Auðvitað getur þetta haft erfiðleika í för með sér fyrir einhverja. Við teljum að þetta sé gert með mjög stuttum fyrirvara og hann hefði átt að vera lengri," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Breytingin hefur þegar orðið og mun vera í gildi við afborganir um næstu mánaðamót. „Engar kvaðir eru í lögum, reglugerðum eða á skuldabréfum sjóðsins, um það hversu mörgum dögum eftir gjalddaga eindaginn er," segir í tilkynningu frá ÍLS. „Langt eindagatímabil var upphaflega til þess ætlað að veita mönnum svigrúm til þess að komast í banka til að greiða af húsnæðislánum sínum. Í dag greiða flestir rafrænt, ýmist með skuldfærslum eða í heimabanka, og því lítil rök fyrir löngu eindagatímabili." Þá segir að stytting eindagatímabilsins sé liður í hagræðingaraðgerðum sjóðsins en stjórnvöld hafi gert kröfu um hagræðingu í rekstri hans.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira