Skúli Magnússon: Dómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart ákæruvaldinu 14. mars 2013 14:30 Skúli Magnússon hefur meðal annars setið sem dómari hjá EFTA „Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira