Skúli Magnússon: Dómarar þurfa að standa í lappirnar gagnvart ákæruvaldinu 14. mars 2013 14:30 Skúli Magnússon hefur meðal annars setið sem dómari hjá EFTA „Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
„Það er verið að fjalla um málið eins og köttur sem fer í kringum heitan graut, því spurningin er hvort dómarar geti staðið í lappirnar gagnvart rannsakanda opinbers máls," sagði Skúli Magnússon héraðsdómari á hádegisfundi Lögmannafélags Íslands þar sem rætt var sérstaklega um ógnir sem steðjuðu að trúnaðarsambandi lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Og það er ekki að ósekju að lögmenn séu hugsi vegna þessa en nokkur dómsmál á undanförnum árum hafa gengið nokkuð alvarlega inn á trúnað lögmanna og skjólstæðinga þeirra að mati Lögmannafélagsins. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður hélt framsögu ræðu um málið á hádegisfundi Lögmannafélagsins sem var haldinn á Grand Hóteli. Þar tiltók hann fjögur dæmi sem hann taldi sýna fram á að sótt væri harkalega að trúnaði lögmanna og skjólstæðinga. Nýjasta málið eru orðaskipti á Alþingi þar sem Bjarni Benediktsson spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra um hleranir á samtölum lögmanna og skjólstæðinga þeirra. Þá var lögmanni gert skylt að afhenda upplýsingar um skjólstæðinga sína og þá sem höfðu haft samband við hann vegna PIP brjóstapúðamálsins svokallaða á síðasta ári. Fleiri dæmi voru nefnd, meðal annars víðtækar leitarheimildir á lögmannsstofunni Logos árið 2009. Á fundinum var enginn fulltrúi hins opinbera sem hélt ræðu um málið. Skúli var gestur og tók til máls sem slíkur. Hann benti meðal annars á að það væru hugsanlega ekki alltaf reynslumestu dómararnir í héraðsdómum landsins sem tækju afstöðu til beiðna ákæruvaldsins. „Það væri ágætt að fá fleiri lögmenn í héraðsdóm eins og það þarf fleiri lögmenn í Hæstarétt," sagði Skúli og tók þá að hluta undir innlegg Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, sem sagði vanta lögfræðinga með reynslu af lögmannsstörfum í Hæstarétt Íslands. Síðar kom í ljós að á fundinum var fulltrúi ríkissaksóknara. Það var Daði Kristjánsson sem ávarpaði fundin stuttlega og sagði embættið tilbúið að vinna með Lögmannafélaginu að úrbótum vegna þessara álitamála. Meðal þess sem Reimar lagði til var að ríkissaksóknari ásamt dómstólaráði og Lögmannafélagi Íslands fyndu leið til þess að koma á sannfærandi eftirliti með eyðingu hlerunargagna á milli lögmanns og skjólstæðings. Eins lagði hann til að fulltrúi Lögmannafélags Íslands væri viðstaddur ef aftur kæmi til slíkra aðstæðna að húsleit yrði framkvæmd á lögmannsstofu.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira