Hvernig væri að baka franskar bollur? Ellý Ármanns skrifar 11. febrúar 2013 11:45 Bolla bolla bolla, frönsk bolla. Catherine Elisabet Batt viðskiptafræðingur hefur verið búsett á Íslandi í fimmtán ár. Hún gefur okkur uppskrift að dásamlegum bollum frá heimalandi sínu, Frakklandi. „Bakstur er mitt áhugamál og það líður ekki helgi án þess að ég fari inn í eldhús að baka fyrir fjölskylduna. Að mínu mati er bakstur mjög afslappandi og er stór partur af uppeldinu á heimilinu. Það er fátt betra en að vera í eldhúsinu með krökkunum og baka með þeim á meðan það er spjallað um lifið og tilveru,“ segir Catherina.Profitéroles au Chocolat et à la crème patissière eða franskar bollurUppskrift: 160 g smjör ¼ tsk salt 300 g hveiti 5 stk eggBræðið smjörið í potti.Bætið 4dL af vatni út í og hitið saman í potti að suðu.Bætið hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.Hrærið með sleif þar til deigið er slétt, mega alls ekki vera neinir kögglar í deigi.Eggin eru sett út í deigið, eitt og eitt í einu og hrært vel í á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð. Sniðugt er að lækka hitann á meðan er verið að bæta eggjunum við eða jafnvel slökkva.Deigið er sett á plötu klædd í bökunarpappír með t.d. matskeið en ef þú átt poka þá er það að mínu mati lang best. Bakað við 200°C í 25 mínútur við blástur (eða 200° í 25-30 mín með yfir og undirhita). Bakarameistarar mæla alls ekki með að það sé verið að opna ofninn meðan á bakstri stendur. Þar sem bollurnar stækka mikið við baksturinn er ráðlagt að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.Þegar búið er að taka úr ofninum er gott að gera lítið gat í botninn til að fylla bolluna í gegn.Crème patissiere eða sætabrauðskremCrème patissiere eða sætabrauðskrems er notað í sætabrauð eða sætar bökur. Kremið er eggjasósu-blanda sem er þykkt með hveiti. Hún er vinsæl í Frakklandi og notuð í Éclair au Chocolat, Tarte à la fraise og margt fleira. Upprunalega er hún með vanillu bragði en það má bæta sukkulaði, kaffi eða jafnvel likjör út í.Uppskrift: 150 ml sykur 75 ml hveiti 2 egg 500 ml mjólk (heit) 2,5 ml vanilludroparÁður en byrjað er að hita þá er best að blanda saman sykrinum og hveiti í pott. Bæta síðan eggjunum við og hræra vel saman þar til kremið er mjúk og slétt.Bæta síðan heitri mjólk út í og hræra vel. Mikilvægt að deigið sé alltaf mjúkt og slétt og að engir kögglar séu til staðar. Byrjið síðan að hita helluna og haldið áfram að hæra vel. Það er hægt að finna smátt og smátt þegar kremið er farið að taka við sér. Bætið við vanillu dropunum.Þegar kremið er klárt. Þá er best að láta það kólna fyrst við stofu hita og siðan setja í kæli allt að þrjár klst.Hægt er að bæta við bragðefnum eins og súkkulaði, kaffi eða líkjör.Kaffi Í staðinn fyrir að nota 500 ml af mjólk, notið 50 ml af kaffi og 350 ml af mjólk. Styrkleikinn fer eftir því hversu sterkt kaffið er. Súkkulaði Látið suðusúkkulaðið bráðna á meðan verið er að hræða, rétt eftir að hafa bætt mjólkinni út í. Notið sirka 50 gr af súkkulaði. Til að fyllla bollurnar, má setja kremið í poka, klippa endann á pokanum og sprauta því út og á bollurnar í gegnum gatið. Bon Appétit! Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Catherine Elisabet Batt viðskiptafræðingur hefur verið búsett á Íslandi í fimmtán ár. Hún gefur okkur uppskrift að dásamlegum bollum frá heimalandi sínu, Frakklandi. „Bakstur er mitt áhugamál og það líður ekki helgi án þess að ég fari inn í eldhús að baka fyrir fjölskylduna. Að mínu mati er bakstur mjög afslappandi og er stór partur af uppeldinu á heimilinu. Það er fátt betra en að vera í eldhúsinu með krökkunum og baka með þeim á meðan það er spjallað um lifið og tilveru,“ segir Catherina.Profitéroles au Chocolat et à la crème patissière eða franskar bollurUppskrift: 160 g smjör ¼ tsk salt 300 g hveiti 5 stk eggBræðið smjörið í potti.Bætið 4dL af vatni út í og hitið saman í potti að suðu.Bætið hveiti og salti saman við og slökkvið á hellunni.Hrærið með sleif þar til deigið er slétt, mega alls ekki vera neinir kögglar í deigi.Eggin eru sett út í deigið, eitt og eitt í einu og hrært vel í á milli. Hrært þar til hræran verður jöfn og góð. Sniðugt er að lækka hitann á meðan er verið að bæta eggjunum við eða jafnvel slökkva.Deigið er sett á plötu klædd í bökunarpappír með t.d. matskeið en ef þú átt poka þá er það að mínu mati lang best. Bakað við 200°C í 25 mínútur við blástur (eða 200° í 25-30 mín með yfir og undirhita). Bakarameistarar mæla alls ekki með að það sé verið að opna ofninn meðan á bakstri stendur. Þar sem bollurnar stækka mikið við baksturinn er ráðlagt að hafa nægilegt bil á milli svo bollurnar geti blásið út.Þegar búið er að taka úr ofninum er gott að gera lítið gat í botninn til að fylla bolluna í gegn.Crème patissiere eða sætabrauðskremCrème patissiere eða sætabrauðskrems er notað í sætabrauð eða sætar bökur. Kremið er eggjasósu-blanda sem er þykkt með hveiti. Hún er vinsæl í Frakklandi og notuð í Éclair au Chocolat, Tarte à la fraise og margt fleira. Upprunalega er hún með vanillu bragði en það má bæta sukkulaði, kaffi eða jafnvel likjör út í.Uppskrift: 150 ml sykur 75 ml hveiti 2 egg 500 ml mjólk (heit) 2,5 ml vanilludroparÁður en byrjað er að hita þá er best að blanda saman sykrinum og hveiti í pott. Bæta síðan eggjunum við og hræra vel saman þar til kremið er mjúk og slétt.Bæta síðan heitri mjólk út í og hræra vel. Mikilvægt að deigið sé alltaf mjúkt og slétt og að engir kögglar séu til staðar. Byrjið síðan að hita helluna og haldið áfram að hæra vel. Það er hægt að finna smátt og smátt þegar kremið er farið að taka við sér. Bætið við vanillu dropunum.Þegar kremið er klárt. Þá er best að láta það kólna fyrst við stofu hita og siðan setja í kæli allt að þrjár klst.Hægt er að bæta við bragðefnum eins og súkkulaði, kaffi eða líkjör.Kaffi Í staðinn fyrir að nota 500 ml af mjólk, notið 50 ml af kaffi og 350 ml af mjólk. Styrkleikinn fer eftir því hversu sterkt kaffið er. Súkkulaði Látið suðusúkkulaðið bráðna á meðan verið er að hræða, rétt eftir að hafa bætt mjólkinni út í. Notið sirka 50 gr af súkkulaði. Til að fyllla bollurnar, má setja kremið í poka, klippa endann á pokanum og sprauta því út og á bollurnar í gegnum gatið. Bon Appétit!
Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira