Konur klæðumst rauðu – fyrir þig og þína nánustu Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Átt þú móður, systur eða vinkonu sem hefur fengið hjartaáfall eða heilaslag – eða hefur þú sjálf jafnvel lent í þeirri lífsreynslu? Eða hugsar þú eins og margar konur og allt of margir heilbrigðisstarfsmenn, að hjarta- og æðasjúkdómar séu eitthvað sem margir karlar fái, en bara einstaka konur? Það er rétt að framan af ævinni fá hlutfallslega færri konur en karlar hjartaáföll. Eigi að síður eru hjarta- og æðasjúkdómar af einhverju tagi algengasta dánarorsök kvenna jafnt sem karla hér á landi líkt og í Evrópu. Nú má halda því fram að það liggi fyrir okkur öllum að deyja og gildi þá einu úr hverju. Í þeirri umræðu má ekki gleymast að fjöldi kvenna og karla lifa í mörg ár með skerta starfsorku og lífsgæði vegna hjartasjúkdóms eða heilaslags og er því til mikils að vinna að fyrirbyggja þessa sjúkdóma. GoRed For Women átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation (http://www.world-heart-federation.org), sem starfrækt hefur verið frá árinu 2004 í Bandaríkjunum og fjölda Evrópulanda. Hvatinn að baki átaksins er einfaldur. Fjöldinn allur af konum deyr af völdum hjartasjúkdóma og heilaáfalla en það er eins og konur geri sér litla grein fyrir áhættu eða einkennum sjúkdómanna. Átakinu er ætlað að vekja konur af dvalanum, fá þær til að átta sig á hverjir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru og gera eitthvað í málunum. Ennfremur að kenna konum að þekkja einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og fá þær til að leita sér lækninga ef ástæða er til. Á Íslandi eru það Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga sem starfa saman að verkefninu. Að auki koma fleiri fagaðilar að átakinu sem nú er haldið er í fimmta sinn á Íslandi um miðjan febrúar. Það vill reyndar svo vel til að Ísland tilheyrir þeim löndum þar sem tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur farið lækkandi tengt því að staða áhættuþátta hefur batnað verulega á síðustu áratugum. Má þar nefna minni reykingar, lækkandi kólesteról og blóðþrýsting, aukna hreyfingu og neyslu grænmetis og ávaxta. Á móti kemur að offita og sykursýki er vaxandi vandamál sem vinna gegn þessari jákvæðu þróun áhættuþátta. Þetta sýnir að stefnumörkun yfirvalda, breytingar á samfélagi og venjum ásamt forvörnum hafa mikil áhrif á tilurð þessara sjúkdóma. Einstaklingurinn sjálfur getur haft veruleg áhrif á flesta áhættuþætti fyrir utan aldur og erfðir, enda velur maður ekki foreldra sína.Þekki „tölurnar“ sínar En hvaða konur eru það sem fá hjartasjúkdóm eða heilaslag? Svarið við þessari spurningu er að allar konur geta lent í þessu, en konur eru ekki allar í jafn mikilli áhættu og því ættu konur að þekkja „tölurnar sínar”. Yngri konur með enga áhættuþætti eru t.d. ekki líklegar til að fá kransæðastíflu, en eftir því sem áhættuþættirnir eru fleiri margfaldast áhættan. Rannsóknir hafa sýnt að konur sem reykja fjórfalda líkurnar á hjarta- og heilaáfalli og að á Íslandi reykja fleiri konur en karlar. Konur sem fá háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu eru í sérstökum áhættuhópi fyrir hjarta- og heilaáföll og ættu að vera vel vakandi gagnvart öðrum áhættuþáttum. Háþrýstingur er sterkasti áhættuþáttur hjartabilunar og heilaslags hjá konum og því ástæða til að fylgjast vel með blóðþrýstingnum. Allar konur sem komnar eru á miðjan aldur og yngri konur með ættarsögu ættu því að þekkja „tölurnar sínar” og jafnframt að takast á við þær. Ein aðferð til að sjá hvort maður er í aukinni áhættu er að fara inn á áhættureikni Hjartaverndar (www.hjarta.is), fylla inn tölurnar, skoða útkomuna og sjá hvort sérstök ástæða sé til að taka á málunum. Oft geta einfaldir hlutir eins og aukin dagleg hreyfing og neysla ávaxta og grænmetis haft jákvæð áhrif á áhættuþætti og líðan. En hver eru þá einkennin sem okkur ber að þekkja? Verkur fyrir brjósti, þyngsli eða óeðlileg mæði geta verið einkenni hjartasjúkdóms. Verkurinn getur verið margvíslegur, og leiðir stundum út í handlegg, aftur í bak, upp í háls eða niður í maga. Þessu fylgir jafnvel ógleði, hjartsláttarónot eða kaldsviti. Einkenni kvenna, einkum þeirra sem eru eldri eða með sykursýki eru oft óljósari og konur bíða almennt lengur en karlar með að fara á bráðamóttöku vegna hjartaáfalls. Einkenni heilaslags eru margvísleg en þar má nefna skyndilega truflun á tali, skyni, hreyfigetu eða jafnvægi, eða skyndilegan höfuðverk með ógleði. Við slík einkenni ber að sjálfsögðu að leita aðstoðar strax. Við konur ættum að sameinast um að þekkja til áhættuþátta okkar og veita hver annarri stuðning við að takast á við þá. Þann 14. febrúar gefst einnig tækifæri til taka fram rauða kjólinn, buxurnar, bolinn eða einhverja aðra rauða flík og njóta fræðslu og skemmtunar innan um aðrar konur í Kringlunni. GoRed á Íslandi – fyrir konur.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar