Eru hvalveiðar nauðsynlegar? Birna Björk Árnadóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1947 var fyrirtækið Hvalur hf. stofnað og hvalveiðar voru stundaðar til ársins 1989. Veiðar og vinnsla hvalaafurða fyrirtækisins skapaði fjölda starfa og mikilvægar tekjur. Hvalveiðibannið 1989 kom til vegna mikillar andstöðu við hvalveiðar á alþjóðavettvangi, m.a. í helstu markaðslöndum Íslendinga, og óvissu um ástand hvalastofna. Hvalveiðibannið stóð í 20 ár en árið 2009 var gefin heimild til að veiða langreyði út árið 2013. Í ár er heimilt að skjóta að hámarki 154 langreyðar og þessi dýr ætlar Hvalur hf. að veiða í sumar. Lengi vel var ég hlynnt hvalveiðum með þeim rökum sem hvalveiðar eru oftast réttlættar með: Tegundirnar sem við veiðum eru ekki í útrýmingarhættu, það er réttur fullvalda þjóðar að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt, hvalurinn er að éta okkur út á gaddinn og síðast en ekki síst eru hvalveiðar arðbær grein sem skilar útflutningstekjum í þjóðarbúið. Ég er búin að skipta um skoðun og það hafa líklega fleiri gert. Þrátt fyrir að tilteknir hvalastofnar séu ekki lengur á bláþröskuldi útrýmingar eru hvalveiðarnar hluti af fortíð okkar en ekki framtíð. Rökin um að við eigum að veiða hvali af því að við megum það og getum það eru bæði úrelt og hallærisleg í alþjóðasamfélaginu sem við búum í. Þess vegna er sorglegt að heyra nýjan ráðherra sjávarútvegsmála vísa til aldagamallar hefðar við nýtingu auðlinda og skorts á skilningi þegar hvalveiðar eru gagnrýndar í erlendum fjölmiðlum. Vegna samkeppni um fæðuna í sjónum má benda á að aðrar hvalategundir stunda einnig fiska- og krabbadýraát, auk þess sem ýmsir aðrir þættir ógna lífríkinu umhverfis landið, svo sem hlýnun og súrnun hafsins vegna loftslagsbreytinga.Dræm sala En hversu nauðsynlegt og skynsamlegt er að veiða 154 langreyðar? Við erum náttúrulega ekki að stunda frumbyggjaveiðar og því er þetta ekki spurning um byggðasjónarmið þó að tímabundin atvinna skapist í Hvalfirðinum. Einhverra hluta vegna stendur íslenskum almenningi ekki til boða að kaupa afurðir af langreyðum en allt kjötið er flutt út. Engar vörur eru fullunnar hér á landi og því er í raun um að ræða hráefnisútflutning. Eina markaðslandið er Japan og þar gengur ekki betur að selja kjötið en svo að hluti aflans frá vertíðunum 2009-10 er enn óseldur og geymdur í frystigeymslum þar í landi. Þetta er staðan þrátt fyrir fjölmargar söluferðir til Japans á umliðnum árum og reglulegar fullyrðingar um að markaðurinn sé að glæðast. Svörin við dræmri sölu eru samdráttur í japanska efnahagslífinu vegna jarðskjálftans árið 2011. Sá hörmulegi atburður veikti japanskt efnahagslíf og einkaneyslu, en getur ekki líka verið að nýjar kynslóðir Japana hafi breyttan matarsmekk og kjósi aðrar matvörur fram yfir langreyðina? Líklega hefur þrýstingur frá umhverfis- og dýraverndunarsamtökum haft sitt að segja en nýlega bárust fréttir frá Japan um að framleiðslu á lúxushundamat úr hvalkjöti hafi verið hætt. Hvað það er sem drífur stjórn Hvals hf. áfram til hvalveiða í óþökk heimsbyggðarinnar er með öllu óskiljanlegt. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa engan áhuga á að upplýsa um kostnaðinn við hvalveiðarnar eða hversu miklum fjármunum á yfirleitt að fórna til að koma hvalkjötinu ofan í Japani. Erum við ef til vill að fórna meiri hagsmunum fyrir minni? Gleymum ekki að þær þjóðir sem við eigum í mestum viðskiptum við leggjast gegn hvalveiðum í atvinnuskyni og viðskiptum með hvalaafurðir. Eins og staðan er í dag er aðeins einn maður sem hefur það í hendi sér hvort þessar langreyðar verða veiddar eða ekki. Mikið vildi ég óska að hann léti af þessari hvalveiðiþrjósku og fyndi kröftum sínum og fjármunum annan farveg. Braggabyggðin í Hvalfirði og gömlu hvalveiðiskipin bjóða nefnilega upp á ótal tækifæri.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar