Ferðin til framtíðar Oddný Sturludóttir skrifar 7. júní 2013 08:44 Sjónvarpsþátturinn Tossarnir hefur skapað mikla umræðu um brotthvarf og þá sóun sem í því felst að ungt fólk flosnar upp úr námi. Mér finnst freistandi að tengja menntun barna í heild sinni við þá umræðu og hvet til þess að fyrsta skólastigið, leikskólinn, gleymist ekki. Þar á metnaður okkar að vera jafn mikill og í grunn- og framhaldsskólum því í leikskólanum eru mikil tækifæri til að treysta grunn barna í frumþáttum skapandi starfs, læsis, mál- og félagsþroska. Á leikskólaárunum læra börn að stjórna tilfinningum sínum, hegðun og athygli og hvernig til tekst getur haft mikil áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni sín síðar á menntabrautinni. Stóra leikskóladeginum er fagnað í Reykjavík í dag. Uppskera vetrarins er kynnt í Ráðhúsi og Tjarnarbíói og hún er ekki rýr. Leikskólastarf í Reykjavík er á heimsmælikvarða og jarðvegur leikskólans fyrir fyrstu skref barna á menntabrautinni er dásamlega frjór. Síðustu misserin hefur skilningur á mikilvægi leikskólastigsins í þróun læsis aukist mikið á alþjóðlegum vettvangi. Í Reykjavík er mikil gerjun og ekki minnkaði hún með nýjum aðalnámskrám þar sem einn af grunnþáttunum er læsi í víðum skilningi. Athyglisverðar eru niðurstöður rannsóknar dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur, Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur, sem greinarhöfundur hafði forgöngu um að styrkja árið 2007. Rannsóknin varpar ljósi á tengsl málþroska leikskólabarna við þróun læsis og framfarir nemenda í námi síðar meir. Nú er verið að ljúka við gerð fyrstu læsisstefnu reykvískra leikskóla. Leikskólinn hefur lengi unnið með læsið með fjölbreyttum aðferðum. Markmið nýrrar læsisstefnu er að byggja ofan á það starf og stuðla að markvissri vinnu með helstu grunnstoðir lestrarnáms; málskilning, málvitund, viðhorf til lesturs og orðaforða. Með því getur leikskólinn gripið fyrr þau börn sem líkleg eru til að eiga í erfiðleikum með nám og stutt við þau. Þannig geti þau átt jafn góð tækifæri og önnur börn í námi til framtíðar. Besta veganestið fyrir skólagönguna er að þessar grunnstoðir læsis, sem eru að mótast á leikskólaárunum, séu sem sterkastar. Yfirskrift Stóra leikskóladagsins er „Ferðin til framtíðar“ og hún á vel við. Það ferðalag hefst í leikskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Tossarnir hefur skapað mikla umræðu um brotthvarf og þá sóun sem í því felst að ungt fólk flosnar upp úr námi. Mér finnst freistandi að tengja menntun barna í heild sinni við þá umræðu og hvet til þess að fyrsta skólastigið, leikskólinn, gleymist ekki. Þar á metnaður okkar að vera jafn mikill og í grunn- og framhaldsskólum því í leikskólanum eru mikil tækifæri til að treysta grunn barna í frumþáttum skapandi starfs, læsis, mál- og félagsþroska. Á leikskólaárunum læra börn að stjórna tilfinningum sínum, hegðun og athygli og hvernig til tekst getur haft mikil áhrif á hvernig þeim gengur að takast á við verkefni sín síðar á menntabrautinni. Stóra leikskóladeginum er fagnað í Reykjavík í dag. Uppskera vetrarins er kynnt í Ráðhúsi og Tjarnarbíói og hún er ekki rýr. Leikskólastarf í Reykjavík er á heimsmælikvarða og jarðvegur leikskólans fyrir fyrstu skref barna á menntabrautinni er dásamlega frjór. Síðustu misserin hefur skilningur á mikilvægi leikskólastigsins í þróun læsis aukist mikið á alþjóðlegum vettvangi. Í Reykjavík er mikil gerjun og ekki minnkaði hún með nýjum aðalnámskrám þar sem einn af grunnþáttunum er læsi í víðum skilningi. Athyglisverðar eru niðurstöður rannsóknar dr. Hrafnhildar Ragnarsdóttur, Freyju Birgisdóttur og Steinunnar Gestsdóttur, sem greinarhöfundur hafði forgöngu um að styrkja árið 2007. Rannsóknin varpar ljósi á tengsl málþroska leikskólabarna við þróun læsis og framfarir nemenda í námi síðar meir. Nú er verið að ljúka við gerð fyrstu læsisstefnu reykvískra leikskóla. Leikskólinn hefur lengi unnið með læsið með fjölbreyttum aðferðum. Markmið nýrrar læsisstefnu er að byggja ofan á það starf og stuðla að markvissri vinnu með helstu grunnstoðir lestrarnáms; málskilning, málvitund, viðhorf til lesturs og orðaforða. Með því getur leikskólinn gripið fyrr þau börn sem líkleg eru til að eiga í erfiðleikum með nám og stutt við þau. Þannig geti þau átt jafn góð tækifæri og önnur börn í námi til framtíðar. Besta veganestið fyrir skólagönguna er að þessar grunnstoðir læsis, sem eru að mótast á leikskólaárunum, séu sem sterkastar. Yfirskrift Stóra leikskóladagsins er „Ferðin til framtíðar“ og hún á vel við. Það ferðalag hefst í leikskólanum.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun