Innlent

Tekin á 150 kílómetra hraða

Stúlka sem er fædd árið 1994 var tekin á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða rétt norðan við Akureyri klukkan hálf eitt í nótt.

Að sögn lögreglu var hún með bráðabirgða ökuskírteini og fær að öllum líkindum sektarbréf á næstu dögum.

Hún á von á 130 þúsund króna sekt og sviptingu ökuleyfis í einn mánuð.

Og um klukkan sex í gærkvöldi var tilkynnt um út af akstur á Grenivíkurvegi við Fagrabæ. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka.

Á Selfossi í nótt var ökumaður tekinn undir áhrifum fíkniefna. Tveir farþegar voru í bílnum og við leit á þeim fannst lítilræði af fíkniefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×