Raki í húsnæði 20 prósenta Íslendinga Valur Grettisson skrifar 12. september 2013 07:00 Tengsl eru á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda. mynd/Sylgja Dögg sigurjónsdóttir Um 20 prósent Íslendinga segjast vera með vatnsleka í híbýlum sínum en sjö prósent með sýnilega myglu eða skemmd gólfefni vegna raka. Öndunarfæraeinkenni hjá þeim sem búa í rakaskemmdum híbýlum eru 30 til 50 prósentum algengari en hjá þeim sem ekki búa við raka. Þetta eru niðurstöður samnorrænnar rannsóknar vísindamanna sem gerð var árið 2000. „Þetta var 15.500 manna úrtak og rannsóknin var hluti af könnun í Norður-Evrópu,“ segir María Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir á ofnæmisdeild Landspítalans. Hún er einn þeirra sérfræðinga sem taka þátt í málþingi um raka og myglu í byggingum á Grand Hótel í Reykjavík á morgun. María mun fjalla um tíðni rakaskemmda og tengsl við öndunarfæraeinkenni. Tilgangur málþingsins er að efla vitund um málefnið, styrkja samvinnu fagaðila og hefja aðgerðir til þess að sporna við vandamálinu. Þeir sem standa að málþinginu eru Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, fagfélög innan byggingageirans og IceIAQ, þ.e. Íslandsdeild alþjóðlegra samtaka um heilnæmt inniloft. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, formaður IceIAQ og sérfræðingur hjá Húsum & heilsu, segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um vandann og þær afleiðingar sem hann getur haft í för með sér. „Það er ekki því að kenna að við viljum ekki bregðast við þessu, heldur hefur upplýsingaflæðið ekki verið nóg. Við höfum bolmagn til að vera framarlega á þessu sviði en þurfum bara að sinna málefninu. Við erum ekki að reyna að finna sökudólga, heldur þurfum við að efla samvinnu og faglega umræðu á þessu sviði.“ María segir niðurstöður könnunarinnar hér á landi sambærilegar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið annars staðar. „Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að tengsl séu á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda.“ Hún bendir á að tengsl séu ekki það sama og orsakasamband. „Enn í dag höfum við ekki nóg í höndunum til að fullyrða að um orsakasamband sé að ræða þótt tengsl séu skýr milli raka og heilsuvanda.“ Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Um 20 prósent Íslendinga segjast vera með vatnsleka í híbýlum sínum en sjö prósent með sýnilega myglu eða skemmd gólfefni vegna raka. Öndunarfæraeinkenni hjá þeim sem búa í rakaskemmdum híbýlum eru 30 til 50 prósentum algengari en hjá þeim sem ekki búa við raka. Þetta eru niðurstöður samnorrænnar rannsóknar vísindamanna sem gerð var árið 2000. „Þetta var 15.500 manna úrtak og rannsóknin var hluti af könnun í Norður-Evrópu,“ segir María Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir á ofnæmisdeild Landspítalans. Hún er einn þeirra sérfræðinga sem taka þátt í málþingi um raka og myglu í byggingum á Grand Hótel í Reykjavík á morgun. María mun fjalla um tíðni rakaskemmda og tengsl við öndunarfæraeinkenni. Tilgangur málþingsins er að efla vitund um málefnið, styrkja samvinnu fagaðila og hefja aðgerðir til þess að sporna við vandamálinu. Þeir sem standa að málþinginu eru Mannvirkjastofnun, Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, fagfélög innan byggingageirans og IceIAQ, þ.e. Íslandsdeild alþjóðlegra samtaka um heilnæmt inniloft. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, formaður IceIAQ og sérfræðingur hjá Húsum & heilsu, segir Íslendinga vera að vakna til vitundar um vandann og þær afleiðingar sem hann getur haft í för með sér. „Það er ekki því að kenna að við viljum ekki bregðast við þessu, heldur hefur upplýsingaflæðið ekki verið nóg. Við höfum bolmagn til að vera framarlega á þessu sviði en þurfum bara að sinna málefninu. Við erum ekki að reyna að finna sökudólga, heldur þurfum við að efla samvinnu og faglega umræðu á þessu sviði.“ María segir niðurstöður könnunarinnar hér á landi sambærilegar við niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið annars staðar. „Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir að tengsl séu á milli rakaskemmda í húsnæði og heilsuvanda.“ Hún bendir á að tengsl séu ekki það sama og orsakasamband. „Enn í dag höfum við ekki nóg í höndunum til að fullyrða að um orsakasamband sé að ræða þótt tengsl séu skýr milli raka og heilsuvanda.“
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira