Fram varð í gær Reykjavíkurmeistari kvenna í handknattleik eftir sigur, 28-26, á Fylki í lokaleik sínum í mótinu í Árbæ.
Safamýraliðið vann alla leiki sína í mótinu og hafnaði að lokum með sex stig en Valur tók ekki þátt á mótinu í ár.
Fram varð Íslandsmeistari í kvenna og karlaflokki í vor og byrjar kvennaliðið vel á þessu tímabili. Liðið er samt sem áður gjörbreytt frá því á síðasta tímabili.
Fram Reykavikurmeistari kvenna
Stefán Árni Pálsson skrifar
