Innlent

Vongóð um að ljúka málinu

Valur Grettisson skrifar
Líneik Anna Sævarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokksins er vongóður um hagstofufrumvarpið.
Líneik Anna Sævarsdóttir Þingmaður Framsóknarflokksins er vongóður um hagstofufrumvarpið.
Önnur umræða um umdeilt frumvarp um Hagstofuna fór fram á Alþingi í gær. Þar lagði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar fram breytingatillögur til þess að koma til móts við minnihlutann, sem hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega, meðal annars fyrir að brjóta á friðhelgi einkalífsins.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í allsherjar- og menntamálanefnd, útilokar ekki að frumvarpið breytist frekar. „Maður útilokar það ekki en eins og ég sé málið verður ekki gengið mikið lengra í þeim efnum ef það á að ná markmiðum frumvarpsins.“

Líneik sagði í viðtali við Fréttablaðið í byrjun september að markmið frumvarpsins væri fyrst og fremst að stjórnvöld fengju traustar upplýsingar um skuldagreiðslur og eiginfjárstöðu heimilanna í landinu til að geta metið áhrif af aðgerðum stjórnvalda varðandi skuldavanda heimilanna.

Önnur umræða heldur áfram á morgun og er Líneik vongóð um að það náist að samþykkja frumvarpið áður en þingi lýkur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×