Líffræði eða uppeldisröskun? Lýður Árnason skrifar 12. september 2013 08:00 Formaður ADHD-samtakanna segir í grein nýlega að lengi hafi því verið haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til að takast á við foreldrahlutverkið en nú viti flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Mannlífið er einn samfelldur boðefnaflutningur. Þannig eru einkenni ADHD, athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, allt gamalkunn og þekkt viðbrögð, sérlega á yngri aldursskeiðum. Á þeim síðari myndast svo andhverfan, þ.e. endurtekning, vanvirkni og vanafesta. Þessi hringrás er einatt nefnd þroski, reynsla eða öldrun. En þótt flest okkar renni í þessum meginstraumi eru og verða alltaf frávik. Þessum frávikum fer hins vegar hratt fjölgandi, svo hratt að vart er lengur hægt að tala um frávik. Samfélagið ætti því að gefa orðum formanns ADHD-samtakanna gaum. Netsíða heilsugæslunnar tekur undir með formanninum en þar segir: Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um að kenna umhverfisþáttum, t.d. slöku uppeldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Þetta bendir til þess að kerfið hafi lagt blessun sína yfir líffræðilegar orsakir ADHD og ekki nóg með það heldur er fullyrt að umhverfisþættir spili ekkert inn í. Samt liggur fyrir að þau samfélög þar sem tíðni ADHD er mest hafa líka breyst mest. Þetta eru samfélög hraðans þar sem tími er af skornum skammti og fjölskyldan á undanhaldi. Hafi þetta ekkert að segja varðandi ADHD hefur líffræðin tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Er það sennilegt? Þegar tveir kostir bjóðast veljum við gjarnan þann skárri. Þannig lætur líffræðileg orsök betur í eyrum en slakt uppeldi. En af hverju þarf að orða það svona? Við tölum um raskanir á hinu og þessu og af hverju þá ekki uppeldisröskun? Er slík röskun nokkuð óeðlileg í því hraðasamfélagi sem við lifum og hrærumst í? Gæti verið að gífurleg aukning á tíðni ýmissa sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, geðröskunum og svefnleysi stafi hreinlega af einni allsherjar samfélagsröskun? Á Íslandi nálgast börn greind með ADHD tíu prósentin og fullorðinsgreiningar verða æ tíðari. Meðferðin er gjarnan amfetamínskyld lyf enda ljóst að þau gera gagn. Við getum litið á þetta sem framfarir í greiningu og meðferð og hugsanlega er amfetamín að hasla sér völl sem bjargráð nútímasamfélagsins. Finnst okkur það í lagi? Ég skrifa þetta til íhugunar og fellst glaður á líffræðilegar orsakir ADHD en ekki sem hinn eina sanna rétttrúnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Formaður ADHD-samtakanna segir í grein nýlega að lengi hafi því verið haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til að takast á við foreldrahlutverkið en nú viti flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Mannlífið er einn samfelldur boðefnaflutningur. Þannig eru einkenni ADHD, athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, allt gamalkunn og þekkt viðbrögð, sérlega á yngri aldursskeiðum. Á þeim síðari myndast svo andhverfan, þ.e. endurtekning, vanvirkni og vanafesta. Þessi hringrás er einatt nefnd þroski, reynsla eða öldrun. En þótt flest okkar renni í þessum meginstraumi eru og verða alltaf frávik. Þessum frávikum fer hins vegar hratt fjölgandi, svo hratt að vart er lengur hægt að tala um frávik. Samfélagið ætti því að gefa orðum formanns ADHD-samtakanna gaum. Netsíða heilsugæslunnar tekur undir með formanninum en þar segir: Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um að kenna umhverfisþáttum, t.d. slöku uppeldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Þetta bendir til þess að kerfið hafi lagt blessun sína yfir líffræðilegar orsakir ADHD og ekki nóg með það heldur er fullyrt að umhverfisþættir spili ekkert inn í. Samt liggur fyrir að þau samfélög þar sem tíðni ADHD er mest hafa líka breyst mest. Þetta eru samfélög hraðans þar sem tími er af skornum skammti og fjölskyldan á undanhaldi. Hafi þetta ekkert að segja varðandi ADHD hefur líffræðin tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Er það sennilegt? Þegar tveir kostir bjóðast veljum við gjarnan þann skárri. Þannig lætur líffræðileg orsök betur í eyrum en slakt uppeldi. En af hverju þarf að orða það svona? Við tölum um raskanir á hinu og þessu og af hverju þá ekki uppeldisröskun? Er slík röskun nokkuð óeðlileg í því hraðasamfélagi sem við lifum og hrærumst í? Gæti verið að gífurleg aukning á tíðni ýmissa sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, geðröskunum og svefnleysi stafi hreinlega af einni allsherjar samfélagsröskun? Á Íslandi nálgast börn greind með ADHD tíu prósentin og fullorðinsgreiningar verða æ tíðari. Meðferðin er gjarnan amfetamínskyld lyf enda ljóst að þau gera gagn. Við getum litið á þetta sem framfarir í greiningu og meðferð og hugsanlega er amfetamín að hasla sér völl sem bjargráð nútímasamfélagsins. Finnst okkur það í lagi? Ég skrifa þetta til íhugunar og fellst glaður á líffræðilegar orsakir ADHD en ekki sem hinn eina sanna rétttrúnað.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun