Líffræði eða uppeldisröskun? Lýður Árnason skrifar 12. september 2013 08:00 Formaður ADHD-samtakanna segir í grein nýlega að lengi hafi því verið haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til að takast á við foreldrahlutverkið en nú viti flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Mannlífið er einn samfelldur boðefnaflutningur. Þannig eru einkenni ADHD, athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, allt gamalkunn og þekkt viðbrögð, sérlega á yngri aldursskeiðum. Á þeim síðari myndast svo andhverfan, þ.e. endurtekning, vanvirkni og vanafesta. Þessi hringrás er einatt nefnd þroski, reynsla eða öldrun. En þótt flest okkar renni í þessum meginstraumi eru og verða alltaf frávik. Þessum frávikum fer hins vegar hratt fjölgandi, svo hratt að vart er lengur hægt að tala um frávik. Samfélagið ætti því að gefa orðum formanns ADHD-samtakanna gaum. Netsíða heilsugæslunnar tekur undir með formanninum en þar segir: Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um að kenna umhverfisþáttum, t.d. slöku uppeldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Þetta bendir til þess að kerfið hafi lagt blessun sína yfir líffræðilegar orsakir ADHD og ekki nóg með það heldur er fullyrt að umhverfisþættir spili ekkert inn í. Samt liggur fyrir að þau samfélög þar sem tíðni ADHD er mest hafa líka breyst mest. Þetta eru samfélög hraðans þar sem tími er af skornum skammti og fjölskyldan á undanhaldi. Hafi þetta ekkert að segja varðandi ADHD hefur líffræðin tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Er það sennilegt? Þegar tveir kostir bjóðast veljum við gjarnan þann skárri. Þannig lætur líffræðileg orsök betur í eyrum en slakt uppeldi. En af hverju þarf að orða það svona? Við tölum um raskanir á hinu og þessu og af hverju þá ekki uppeldisröskun? Er slík röskun nokkuð óeðlileg í því hraðasamfélagi sem við lifum og hrærumst í? Gæti verið að gífurleg aukning á tíðni ýmissa sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, geðröskunum og svefnleysi stafi hreinlega af einni allsherjar samfélagsröskun? Á Íslandi nálgast börn greind með ADHD tíu prósentin og fullorðinsgreiningar verða æ tíðari. Meðferðin er gjarnan amfetamínskyld lyf enda ljóst að þau gera gagn. Við getum litið á þetta sem framfarir í greiningu og meðferð og hugsanlega er amfetamín að hasla sér völl sem bjargráð nútímasamfélagsins. Finnst okkur það í lagi? Ég skrifa þetta til íhugunar og fellst glaður á líffræðilegar orsakir ADHD en ekki sem hinn eina sanna rétttrúnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Formaður ADHD-samtakanna segir í grein nýlega að lengi hafi því verið haldið fram að börn með ADHD væru bara óþekk, skorti aga og um væri að kenna lélegu uppeldi foreldra og almennri leti þeirra til að takast á við foreldrahlutverkið en nú viti flestir að ADHD er taugaþroskaröskun í heila sem stafar af truflun á boðefnum í stjórnstöð heilans. Mannlífið er einn samfelldur boðefnaflutningur. Þannig eru einkenni ADHD, athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi, allt gamalkunn og þekkt viðbrögð, sérlega á yngri aldursskeiðum. Á þeim síðari myndast svo andhverfan, þ.e. endurtekning, vanvirkni og vanafesta. Þessi hringrás er einatt nefnd þroski, reynsla eða öldrun. En þótt flest okkar renni í þessum meginstraumi eru og verða alltaf frávik. Þessum frávikum fer hins vegar hratt fjölgandi, svo hratt að vart er lengur hægt að tala um frávik. Samfélagið ætti því að gefa orðum formanns ADHD-samtakanna gaum. Netsíða heilsugæslunnar tekur undir með formanninum en þar segir: Orsakir ADHD eru líffræðilegar og því er ekki um að kenna umhverfisþáttum, t.d. slöku uppeldi eða óheppilegum kennsluaðferðum. Þetta bendir til þess að kerfið hafi lagt blessun sína yfir líffræðilegar orsakir ADHD og ekki nóg með það heldur er fullyrt að umhverfisþættir spili ekkert inn í. Samt liggur fyrir að þau samfélög þar sem tíðni ADHD er mest hafa líka breyst mest. Þetta eru samfélög hraðans þar sem tími er af skornum skammti og fjölskyldan á undanhaldi. Hafi þetta ekkert að segja varðandi ADHD hefur líffræðin tekið miklum breytingum á skömmum tíma. Er það sennilegt? Þegar tveir kostir bjóðast veljum við gjarnan þann skárri. Þannig lætur líffræðileg orsök betur í eyrum en slakt uppeldi. En af hverju þarf að orða það svona? Við tölum um raskanir á hinu og þessu og af hverju þá ekki uppeldisröskun? Er slík röskun nokkuð óeðlileg í því hraðasamfélagi sem við lifum og hrærumst í? Gæti verið að gífurleg aukning á tíðni ýmissa sjúkdóma eins og offitu, sykursýki, geðröskunum og svefnleysi stafi hreinlega af einni allsherjar samfélagsröskun? Á Íslandi nálgast börn greind með ADHD tíu prósentin og fullorðinsgreiningar verða æ tíðari. Meðferðin er gjarnan amfetamínskyld lyf enda ljóst að þau gera gagn. Við getum litið á þetta sem framfarir í greiningu og meðferð og hugsanlega er amfetamín að hasla sér völl sem bjargráð nútímasamfélagsins. Finnst okkur það í lagi? Ég skrifa þetta til íhugunar og fellst glaður á líffræðilegar orsakir ADHD en ekki sem hinn eina sanna rétttrúnað.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun