Farsíminn og flautan skiptu sköpum Boði Logason skrifar 12. september 2013 12:53 Mynd úr safni Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn fundu um klukkan eitt í nótt mann sem leitað hafði verið að við Svínafellsjökul. Farsími mannsins, sem og flauta sem hann var með á bakpoka sínum, urðu líklega til þess að hann fannst heill á húfi. Maðurinn hugðist ganga upp að Hrútfallstindum en um sex leytið hringdi hann í systur sína í Póllandi og sagðist vera villtur. Hún hafði í kjölfarið samband við lögreglu hér á landi og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn frá Hornafirði af stað um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Baldvin Guðlaugsson í björgunarfélagi Hornafjarðar tók þátt í leitinni í gærkvöld. „Við vissum að hann væri á þessari gönguleið svo mesti fókusinn fór það svæði. Þyrlan kom svo og flaug yfir með miðunarbúnað fyrir símann hans. Hann heyrði í þeim og gat sent SMS þeim hvar hann væri, og hvenær þyrlan væri yfir sér. Menn gátu staðsett hann nokkurn veginn. Það var mikil þoka, skyggni undir 5 metrar,“ segir hann. Maðurinn fannst í Hafrafelli í um 900 metra hæð rétt um klukkan eitt. „Hann var búinn að koma sér í skjól undir steini og var orðinn mjög kaldur. Svo rifum við hann úr fötunum og settum hann í hlý og góð föt, og settum smá næringu í hann. Hann var mjög duglegur og labbaði sjálfur niður. Þetta gekk hægt því það var lélegt skyggni og erfitt yfirferðar.“ Baldvin segir að GSM miðunarbúnaður Landhelgisgæslunnar hafi hjálpað björgunarsveitarmönnum að staðsetja manninn nákvæmlega, og þá hafi einnig flauta sem hann var með á bakpoka sínum skipt sköpum.Telur þú að það hafi skipt miklu máli? „Já það gerði það, því það dó á símanum hans rétt áður en við komum að honum. Ekki spurning það hjálpar mikið þegar skyggni er svona lítið.“ Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fundu um klukkan eitt í nótt mann sem leitað hafði verið að við Svínafellsjökul. Farsími mannsins, sem og flauta sem hann var með á bakpoka sínum, urðu líklega til þess að hann fannst heill á húfi. Maðurinn hugðist ganga upp að Hrútfallstindum en um sex leytið hringdi hann í systur sína í Póllandi og sagðist vera villtur. Hún hafði í kjölfarið samband við lögreglu hér á landi og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn frá Hornafirði af stað um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Baldvin Guðlaugsson í björgunarfélagi Hornafjarðar tók þátt í leitinni í gærkvöld. „Við vissum að hann væri á þessari gönguleið svo mesti fókusinn fór það svæði. Þyrlan kom svo og flaug yfir með miðunarbúnað fyrir símann hans. Hann heyrði í þeim og gat sent SMS þeim hvar hann væri, og hvenær þyrlan væri yfir sér. Menn gátu staðsett hann nokkurn veginn. Það var mikil þoka, skyggni undir 5 metrar,“ segir hann. Maðurinn fannst í Hafrafelli í um 900 metra hæð rétt um klukkan eitt. „Hann var búinn að koma sér í skjól undir steini og var orðinn mjög kaldur. Svo rifum við hann úr fötunum og settum hann í hlý og góð föt, og settum smá næringu í hann. Hann var mjög duglegur og labbaði sjálfur niður. Þetta gekk hægt því það var lélegt skyggni og erfitt yfirferðar.“ Baldvin segir að GSM miðunarbúnaður Landhelgisgæslunnar hafi hjálpað björgunarsveitarmönnum að staðsetja manninn nákvæmlega, og þá hafi einnig flauta sem hann var með á bakpoka sínum skipt sköpum.Telur þú að það hafi skipt miklu máli? „Já það gerði það, því það dó á símanum hans rétt áður en við komum að honum. Ekki spurning það hjálpar mikið þegar skyggni er svona lítið.“
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira