Farsíminn og flautan skiptu sköpum Boði Logason skrifar 12. september 2013 12:53 Mynd úr safni Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn fundu um klukkan eitt í nótt mann sem leitað hafði verið að við Svínafellsjökul. Farsími mannsins, sem og flauta sem hann var með á bakpoka sínum, urðu líklega til þess að hann fannst heill á húfi. Maðurinn hugðist ganga upp að Hrútfallstindum en um sex leytið hringdi hann í systur sína í Póllandi og sagðist vera villtur. Hún hafði í kjölfarið samband við lögreglu hér á landi og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn frá Hornafirði af stað um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Baldvin Guðlaugsson í björgunarfélagi Hornafjarðar tók þátt í leitinni í gærkvöld. „Við vissum að hann væri á þessari gönguleið svo mesti fókusinn fór það svæði. Þyrlan kom svo og flaug yfir með miðunarbúnað fyrir símann hans. Hann heyrði í þeim og gat sent SMS þeim hvar hann væri, og hvenær þyrlan væri yfir sér. Menn gátu staðsett hann nokkurn veginn. Það var mikil þoka, skyggni undir 5 metrar,“ segir hann. Maðurinn fannst í Hafrafelli í um 900 metra hæð rétt um klukkan eitt. „Hann var búinn að koma sér í skjól undir steini og var orðinn mjög kaldur. Svo rifum við hann úr fötunum og settum hann í hlý og góð föt, og settum smá næringu í hann. Hann var mjög duglegur og labbaði sjálfur niður. Þetta gekk hægt því það var lélegt skyggni og erfitt yfirferðar.“ Baldvin segir að GSM miðunarbúnaður Landhelgisgæslunnar hafi hjálpað björgunarsveitarmönnum að staðsetja manninn nákvæmlega, og þá hafi einnig flauta sem hann var með á bakpoka sínum skipt sköpum.Telur þú að það hafi skipt miklu máli? „Já það gerði það, því það dó á símanum hans rétt áður en við komum að honum. Ekki spurning það hjálpar mikið þegar skyggni er svona lítið.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fundu um klukkan eitt í nótt mann sem leitað hafði verið að við Svínafellsjökul. Farsími mannsins, sem og flauta sem hann var með á bakpoka sínum, urðu líklega til þess að hann fannst heill á húfi. Maðurinn hugðist ganga upp að Hrútfallstindum en um sex leytið hringdi hann í systur sína í Póllandi og sagðist vera villtur. Hún hafði í kjölfarið samband við lögreglu hér á landi og fóru fyrstu björgunarsveitarmenn frá Hornafirði af stað um klukkan hálf sjö í gærkvöldi. Baldvin Guðlaugsson í björgunarfélagi Hornafjarðar tók þátt í leitinni í gærkvöld. „Við vissum að hann væri á þessari gönguleið svo mesti fókusinn fór það svæði. Þyrlan kom svo og flaug yfir með miðunarbúnað fyrir símann hans. Hann heyrði í þeim og gat sent SMS þeim hvar hann væri, og hvenær þyrlan væri yfir sér. Menn gátu staðsett hann nokkurn veginn. Það var mikil þoka, skyggni undir 5 metrar,“ segir hann. Maðurinn fannst í Hafrafelli í um 900 metra hæð rétt um klukkan eitt. „Hann var búinn að koma sér í skjól undir steini og var orðinn mjög kaldur. Svo rifum við hann úr fötunum og settum hann í hlý og góð föt, og settum smá næringu í hann. Hann var mjög duglegur og labbaði sjálfur niður. Þetta gekk hægt því það var lélegt skyggni og erfitt yfirferðar.“ Baldvin segir að GSM miðunarbúnaður Landhelgisgæslunnar hafi hjálpað björgunarsveitarmönnum að staðsetja manninn nákvæmlega, og þá hafi einnig flauta sem hann var með á bakpoka sínum skipt sköpum.Telur þú að það hafi skipt miklu máli? „Já það gerði það, því það dó á símanum hans rétt áður en við komum að honum. Ekki spurning það hjálpar mikið þegar skyggni er svona lítið.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira