Samninganefndin við ESB formlega leyst frá störfum Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. september 2013 07:00 Samninganefndin nýskipuð árið 2009 ásamt Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Mynd/GVA Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent