Samninganefndin við ESB formlega leyst frá störfum Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. september 2013 07:00 Samninganefndin nýskipuð árið 2009 ásamt Össuri Skarphéðinssyni, þáverandi utanríkisráðherra. Mynd/GVA Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sent nefndarmönnum samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið bréf þess efnis að nefndin, ásamt samningahópunum tíu og samráðsnefnd, hafi formlega verið leyst frá störfum. Vísað er til þeirrar stefnumörkunar ríkisstjórnarinnar að hlé verði gert á aðildarviðræðum við ESB og þeim ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. „Með vísan til framangreindrar stefnumörkunar og að teknu tilliti til þess að óvíst er hvort og þá hvenær viðræður hefjast á ný þykir rétt að leysa samninganefnd, samningahópa og samráðshóp formlega frá störfum,“ segir í bréfinu, sem dagsett er 6. september og undirritað af Einari Gunnarssyni, ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu „Sú vinna sem unnin hefur verið mun án efa nýtast í samskiptum við Evrópusambandið,“ segir enn fremur í bréfinu. „Þá er rétt að árétta að lausn samninganefndar og hópa frá störfum þýðir ekki að viðræðum hafi verið slitið. Það er önnur og sérstök ákvörðun.“ Í samninganefndinni sitja sautján manns, sem allir hafa nú verið leystir frá störfum. Að auki hafa tugir manna setið í samningahópunum tíu og samráðshópnum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í síðasta mánuði, á fundi með utanríkismálanefnd Alþingis, að hann væri að íhuga að leysa samninganefnd Íslands og einstaka hópa frá störfum. Össur Skarphéðinsson, forveri Gunnars Braga í embætti utanríkisráðherra, sagði við það tækifæri að gerði Gunnar Bragi alvöru úr því væri hann að ganga á bak eigin orða: „Hann hafði lýst því yfir opinberlega að það ætti að gera úttekt á stöðunni í Evrópusambandinu og stöðu viðræðna og leggja það fyrir þingið. Síðan yrðu teknar ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Össur í viðtali á Stöð 2. „Þetta er bara framhald út af því hléi sem gert hefur verið og á ekki að koma neinum á óvart,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og tekur fram að Evrópusambandið hafi gert slíkt hið sama og sett sitt fólk til annarra starfa. Hann segir enga ástæðu hafa verið til að bíða úttektar þingsins á stöðunni gagnvart ESB, sem leggja átti fram í haust. „Nei, það er engin ástæða til þess vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur talað skýrt um að hún ætlar ekki að halda áfram viðræðum.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira