Össur segir utanríkisráðherra hafa slegið Íslandsmet Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2013 14:10 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ekki tímabært að ákveða framhald aðildarviðræðna Íslands að ESB. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra segir almenning búast við þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði metnaðarfulla stefnu varðandi Evrópusambandið þar sem EES samningurinn væri helsta stoðin. Hann hefur leyst upp samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Umræða um stöðu Evrópumála fór fram á Alþingi í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á náið samstarf við Evrópusambandið þar sem EES-samningurinn væri meginstoðin. Hann hefur hins vegar leyst upp samninganefnd Íslands og sagði hann á þingi í morgun að það væri í samræmi við stefnu stjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum. „Afstaða beggja stjórnarflokkanna er skýr. Flokkarnir leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Landsfundir beggja flokka samþykktu að ef halda ætti ferlinu áfram, yrði það eingöngu gert að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og fólk getur treyst því að ekki verður haldið áfram viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Utanríkisráðherra sagði þetta þýða að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur milli Íslands og Evrópusambandsins. Hann hefði fengið Hagfræðistofnun Íslands til að gera óháða úttekt á stöðu viðræðnanna og þróunarinnar innan sambandsins, en allt benti til að samstarf aðildarríkja sambandsins myndi dýpka í framtíðinni vegna efnahagskreppunnar. Stefna ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við stjórnarsáttmálann. „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sagði skýrslu Hagfræðistofnunar verða tekna til umræðu á Alþingi þegar henni væri lokið. „Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð. En rökföst og málaefnaleg umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég mjög til þess,“ sagði utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði Gunnar Braga hafa sett Íslandsment í ræðu sinni. „Því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýsingum, storka fullveldi Alþingis og líka fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. Því leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu báðir lýst yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna eftir að skýrslur um málið hefðu verið lagðar fram. Með því að setja samninganefnd Íslands af sniðgengi utanríkisráðherra vilja þingsins og hefði í raun stigið fyrsta skrefið til að slíta viðræðunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir hinum pólitíska veruleika málsins. En orð skulu standa. Forystumenn í stjórnmálum verða að standa við það sem þeir lýsa yfir,“ sagði Össur. Miðað við yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna væri eðlilegt að almenningur byggist við þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á kjörtímabilinu en eekki einhvern tíma á öldinni. Þróun mála að undanförnu hefði leitt til aukisns stuðnings meðal þjóðarinnar við að klára viðræðurnar og á sama tíma hefði fylgi Framsóknarflokksins dalað í könnunum. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Utanríkisráðherra sagði á Alþingi í morgun að ríkisstjórnin hefði metnaðarfulla stefnu varðandi Evrópusambandið þar sem EES samningurinn væri helsta stoðin. Hann hefur leyst upp samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið. Umræða um stöðu Evrópumála fór fram á Alþingi í morgun. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði ríkisstjórnina leggja áherslu á náið samstarf við Evrópusambandið þar sem EES-samningurinn væri meginstoðin. Hann hefur hins vegar leyst upp samninganefnd Íslands og sagði hann á þingi í morgun að það væri í samræmi við stefnu stjórnarinnar um að gera hlé á viðræðunum. „Afstaða beggja stjórnarflokkanna er skýr. Flokkarnir leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu. Landsfundir beggja flokka samþykktu að ef halda ætti ferlinu áfram, yrði það eingöngu gert að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og fólk getur treyst því að ekki verður haldið áfram viðræðum nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Utanríkisráðherra sagði þetta þýða að ekki yrðu haldnar fleiri ríkjaráðstefnur milli Íslands og Evrópusambandsins. Hann hefði fengið Hagfræðistofnun Íslands til að gera óháða úttekt á stöðu viðræðnanna og þróunarinnar innan sambandsins, en allt benti til að samstarf aðildarríkja sambandsins myndi dýpka í framtíðinni vegna efnahagskreppunnar. Stefna ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við stjórnarsáttmálann. „Engar skemmdir hafa verið unnar á einu né neinu. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð Engu hefur verið slitið. Þannig höfum við staðið að þessu máli í góðri sátt við gagnaðila okkar. Enda bera viðbrögð Evrópusambandsins ekki merki annars en sambandið hafi fullan skilning á ákvörðun okkar um hlé á aðildarferlinu,“ sagði Gunnar Bragi Utanríkisráðherra sagði skýrslu Hagfræðistofnunar verða tekna til umræðu á Alþingi þegar henni væri lokið. „Ekki er tímabært að velta fyrir sér framhaldi aðildarferilsins fyrr en skýrslan hefur verið gerð. En rökföst og málaefnaleg umræða mun án efa eiga sér stað innan þingsins um efni hennar og hlakka ég mjög til þess,“ sagði utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra sagði Gunnar Braga hafa sett Íslandsment í ræðu sinni. „Því honum tókst í einni ræðu bæði að fara gegn eigin yfirlýsingum, storka fullveldi Alþingis og líka fara gegn stefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Össur. Því leiðtogar stjórnarflokkanna hefðu báðir lýst yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna eftir að skýrslur um málið hefðu verið lagðar fram. Með því að setja samninganefnd Íslands af sniðgengi utanríkisráðherra vilja þingsins og hefði í raun stigið fyrsta skrefið til að slíta viðræðunum. „Ég geri mér alveg grein fyrir hinum pólitíska veruleika málsins. En orð skulu standa. Forystumenn í stjórnmálum verða að standa við það sem þeir lýsa yfir,“ sagði Össur. Miðað við yfirlýsingar forystumanna stjórnarflokkanna væri eðlilegt að almenningur byggist við þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á kjörtímabilinu en eekki einhvern tíma á öldinni. Þróun mála að undanförnu hefði leitt til aukisns stuðnings meðal þjóðarinnar við að klára viðræðurnar og á sama tíma hefði fylgi Framsóknarflokksins dalað í könnunum.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira