Innlent

Rafmagnseldur í Grafarholti

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Um lítinn og auðslökktan eld var að ræða.
Um lítinn og auðslökktan eld var að ræða.
Tilkynning barst um eldsvoða í tvíbýlishúsi við Jónsgeilsa í Grafarholti á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út og í ljós kom að lítið og auðslökktan eld væri að ræða og voru allir íbúar komnir ómeiddir út úr húsinu.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kom eldurinn upp vegna lítillar sprengingar í rafmagnstengidós í vegg. Sagað var lítið gat á vegg í kringum dósina til að tryggja að ekki leyndist þar glóð en að öðru leyti varð ekki mikið tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×