Hjarta heilbrigðiskerfisins Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 30. september 2013 09:15 Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfsfólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Laun eru stærsti útgjaldaliður spítalans, sem þýðir að færra starfsfólk ber uppi þjónustuna. Samt eru 95% sjúklinganna ánægð með þjónustuna og traust á stofnuninni er með því mesta sem gerist enda vinnur starfsfólkið að því sameiginlega markmiði að tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga.Blikur á lofti! Það gengur ágætlega að manna flestar deildir sjúkrahússins með sérfræðingum en nú eru blikur á lofi. Starfsfólkið er orðið langeygt eftir bættum kjörum. Starfsaðstæður skipta máli ekki síður en launin. Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Æ fleiri setja þetta fyrir sig. Á þessu ári og tveimur næstu á að verja einum milljarði árlega í tækjakaup. En gömlu byggingarnar henta illa fyrir nýjasta tækjakostinn.Húsakosturinn Landspítalinn er á sextán stöðum í um 100 húsum. Óhagræðið er augljóst og stjórnendur sjúkrahússins leggja áherslu á að nálægð milli deilda auki öryggi sjúklinga. Gamla Landspítalabyggingin var byggð árið 1930 og flestar hinna bygginganna fyrir 1970. Það segir sig sjálft að þær voru ekki hannaðar fyrir nútíma sjúkrahúsrekstur. Þjóðin er að eldast og því mun álag á spítalann aukast mjög á næstu árum. Endurnýjun á húsakosti sjúkrahússins er mikilvæg til að mæta nútímatækni og þörfum. Sjúkrahúsið er hjarta heilbrigðiskerfisins sem styður alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. Framkvæmdin kostar um 60 milljarða eða um 150% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins á ári. Hún sparar einnig tæpa þrjá milljarða í rekstri árlega með sameiningu starfseminnar á einn stað. Sýnum sama stórhug og þegar fyrstu byggingar spítalans risu á erfiðum tímum um 1930. Stöndum við áform fyrri ríkisstjórnar, verjum heilbrigðiskerfið okkar og byggjum upp nútíma húsakost fyrir Landspítalann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Landspítalinn er aðalsjúkrahús landsins og háskólasjúkrahús. Mikið álag er á starfsfólkinu enda hafa rekstrargjöldin lækkað frá hruni úr um 50 milljörðum króna árið 2008 í um 40 milljarða 2012. Laun eru stærsti útgjaldaliður spítalans, sem þýðir að færra starfsfólk ber uppi þjónustuna. Samt eru 95% sjúklinganna ánægð með þjónustuna og traust á stofnuninni er með því mesta sem gerist enda vinnur starfsfólkið að því sameiginlega markmiði að tryggja öryggi og vellíðan sjúklinga.Blikur á lofti! Það gengur ágætlega að manna flestar deildir sjúkrahússins með sérfræðingum en nú eru blikur á lofi. Starfsfólkið er orðið langeygt eftir bættum kjörum. Starfsaðstæður skipta máli ekki síður en launin. Margir af þeim sérfræðingum sem snúa heim að loknu námi kunna vart á þau tæki sem notuð eru á Landspítalanum því þeir lærðu á nýrri tækjakost. Æ fleiri setja þetta fyrir sig. Á þessu ári og tveimur næstu á að verja einum milljarði árlega í tækjakaup. En gömlu byggingarnar henta illa fyrir nýjasta tækjakostinn.Húsakosturinn Landspítalinn er á sextán stöðum í um 100 húsum. Óhagræðið er augljóst og stjórnendur sjúkrahússins leggja áherslu á að nálægð milli deilda auki öryggi sjúklinga. Gamla Landspítalabyggingin var byggð árið 1930 og flestar hinna bygginganna fyrir 1970. Það segir sig sjálft að þær voru ekki hannaðar fyrir nútíma sjúkrahúsrekstur. Þjóðin er að eldast og því mun álag á spítalann aukast mjög á næstu árum. Endurnýjun á húsakosti sjúkrahússins er mikilvæg til að mæta nútímatækni og þörfum. Sjúkrahúsið er hjarta heilbrigðiskerfisins sem styður alla aðra heilbrigðisþjónustu í landinu. Framkvæmdin kostar um 60 milljarða eða um 150% af rekstrarkostnaði sjúkrahússins á ári. Hún sparar einnig tæpa þrjá milljarða í rekstri árlega með sameiningu starfseminnar á einn stað. Sýnum sama stórhug og þegar fyrstu byggingar spítalans risu á erfiðum tímum um 1930. Stöndum við áform fyrri ríkisstjórnar, verjum heilbrigðiskerfið okkar og byggjum upp nútíma húsakost fyrir Landspítalann.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun