Breytt nálgun – betri þjónusta Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 31. október 2013 06:00 Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálfstæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunnþjónustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyrirkomulag leiði til mismunandi þjónustu, þar sem hinir efnameiri fái meira en þeir efnaminni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjónustu, er lítil hreyfing á málinu. Staðan í Reykjavík er þessi: Mikill skortur er á þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveitarfélagsins að veita þjónustuna eru biðlistar því miður staðreynd. Þjónustuþörf í Reykjavík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríðarlega á næstu áratugum. Því er ljóst að við verðum að skoða vandlega hvernig við nálgumst það verkefni að veita mannsæmandi lögbundna grunnþjónustu. Hagsmunasamtök eru gagnrýnin á viðhorf borgarinnar eins og þau birtast í reglum um stuðningsþjónustu. Gagnrýnin felst í því að reglurnar samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði og verulega skorti á að lögð sé áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Enn sé leitað í hópalausnir, stofnanahugsun sé ríkjandi, miðstýring óþarflega mikil og áhersla á jafnræði komi í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu.Góð reynsla Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar í heiminum, til dæmis í Svíþjóð. Þar þótti mikil ástæða til þess að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Með einmitt þessari breyttu nálgun gátu Svíar bætt afköst í heilbrigðiskerfinu og breytt nálgun í skólakerfinu skilaði betri námsárangri nemenda. Í þessari umræðu ber mikið á því að hræðsla er við að láta „hvern sem er“ reka þjónustu. Með skýrum kröfum og skilyrðum sem rekstraraðilar, hverjir sem það eru, verða að uppfylla og fylgja má tryggja gæði. Mjög mikilvægt er að skilgreina þessar kröfur. Að sama skapi verðum við að gera okkur grein fyrir því að þessi gæði eru engan veginn tryggð þó að opinberir aðilar sjái um þjónustuna eins og nú er og svo margir vilja halda. Eitt stærsta verkefni Reykjavíkurborgar næstu ár er að takast á við breytingar á samfélaginu. Því miður hefur meirihlutinn í Reykjavík verið áhugalaus um að taka rekstur og útfærslu grunnþjónustunnar í Reykjavík til gagngerrar skoðunar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjákvæmilegt til þess að hægt verði að veita lögbundna þjónustu í næstu framtíð og mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til velferðarsamfélaganna annars staðar á Norðurlöndum. Við eigum að nýta það sem vel hefur gefist til þess að bæta þjónustuna en láta ekki rakalausar kreddur standa í vegi fyrir eðlilegum og nauðsynlegum umbótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálfstæðum aðilum kleift að taka að sér rekstur grunnþjónustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyrirkomulag leiði til mismunandi þjónustu, þar sem hinir efnameiri fái meira en þeir efnaminni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þannig fái allir betri þjónustu, er lítil hreyfing á málinu. Staðan í Reykjavík er þessi: Mikill skortur er á þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveitarfélagsins að veita þjónustuna eru biðlistar því miður staðreynd. Þjónustuþörf í Reykjavík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríðarlega á næstu áratugum. Því er ljóst að við verðum að skoða vandlega hvernig við nálgumst það verkefni að veita mannsæmandi lögbundna grunnþjónustu. Hagsmunasamtök eru gagnrýnin á viðhorf borgarinnar eins og þau birtast í reglum um stuðningsþjónustu. Gagnrýnin felst í því að reglurnar samrýmist ekki nútíma hugmyndafræði og verulega skorti á að lögð sé áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Enn sé leitað í hópalausnir, stofnanahugsun sé ríkjandi, miðstýring óþarflega mikil og áhersla á jafnræði komi í veg fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu.Góð reynsla Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar í heiminum, til dæmis í Svíþjóð. Þar þótti mikil ástæða til þess að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigjanlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Einkarekstri í grunnþjónustu hefur verið tekið fagnandi bæði í skóla- og heilbrigðiskerfinu. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini heldur velur viðskiptavinurinn þjónustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni hvað grunnþjónustuna varðar. Með einmitt þessari breyttu nálgun gátu Svíar bætt afköst í heilbrigðiskerfinu og breytt nálgun í skólakerfinu skilaði betri námsárangri nemenda. Í þessari umræðu ber mikið á því að hræðsla er við að láta „hvern sem er“ reka þjónustu. Með skýrum kröfum og skilyrðum sem rekstraraðilar, hverjir sem það eru, verða að uppfylla og fylgja má tryggja gæði. Mjög mikilvægt er að skilgreina þessar kröfur. Að sama skapi verðum við að gera okkur grein fyrir því að þessi gæði eru engan veginn tryggð þó að opinberir aðilar sjái um þjónustuna eins og nú er og svo margir vilja halda. Eitt stærsta verkefni Reykjavíkurborgar næstu ár er að takast á við breytingar á samfélaginu. Því miður hefur meirihlutinn í Reykjavík verið áhugalaus um að taka rekstur og útfærslu grunnþjónustunnar í Reykjavík til gagngerrar skoðunar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjákvæmilegt til þess að hægt verði að veita lögbundna þjónustu í næstu framtíð og mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til velferðarsamfélaganna annars staðar á Norðurlöndum. Við eigum að nýta það sem vel hefur gefist til þess að bæta þjónustuna en láta ekki rakalausar kreddur standa í vegi fyrir eðlilegum og nauðsynlegum umbótum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun