Lífið

Dansverk fyrir börn

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tinna Grétarsdóttir er höfundur dansverksins Fetta bretta.
Tinna Grétarsdóttir er höfundur dansverksins Fetta bretta. fréttablaðið/daníel
„Börnin taka þessu ótrúlega vel og það er alveg ótrúlegt hvað þau halda athygli. Margir vanmeta athygli barna og grunar ekki hversu vel þau geta fylgst með,“ segir Tinna Grétarsdóttir, höfundur dansverksins Fetta bretta, sem hugsað er fyrir börn frá sex mánaða aldri til fjögurra ára.

Fetta bretta er önnur sýning hópsins Bíbí og blaka. Tinnu skipar hópinn ásamt Sólrúnu Sumarliðadóttur, Guðnýju Sigurðardóttur, Ingu Maren Rúnarsdóttur og Snædísi Lilju Ingadóttur.

Þetta er annað dansverkið sem hún semur en Skýjaborg, fyrsta íslenska ungbarnadanssýningin, var frumsýnt var í fyrra.

Sýningin er 25 mínútna löng og eftir sýningar fá börnin að leika sér í sviðsmyndinni sem er afar litskrúðug og að mestu gerð úr svampi.

„Það er afar sjaldgæft að börn gráti á sýningum og við höfum aldrei þurft að stoppa sýningu,“ bætir Tinna við um áhorfendurnar.

Fetta bretta verður frumsýnt þann 9. nóvember í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu, en sama dag kemur einnig út plata frá Sólrúnu sem inniheldur tónlistina úr báðum sýningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.