Kærustuparið og verðandi foreldrarnir Kim Kardashian og Kanye West eru búin að njóta lífsins í París í Frakklandi síðustu daga.
Parið skellti sér út að borða á veitingastaðnum Chez Ferdi í gær og var frekar svalt í höfuðborg ástarinnar ef marka má myndirnar sem teknar voru af turtildúfunum.
Gott lúkk.Kanye splæsti meira að segja í undarlega lambhúshettu á höfuðið sem maður sér ekki á hverjum degi.