Innlent

Vélsleðamanni bjargað

Björgunarsveitin Ægir á Grenivík er nú rétt ókomin með slasaðan vélsleðamann niður á þjóðveg. Maðurinn slasaðist við Heiðarhús á Fleyjardal en tilkynning barst björgunarsveit Slysavarnafélagins Landsbjargar á sjötta tímanum í dag.

Hjúkrunarfræðingur fór með vélsleðamönnum björgunarsveitarinnar á slysstað og var hinum slasaða gefið verkjastillandi. Hann var svo fluttur með jeppa sveitarinnar og eins fyrr sagði eru hann rétt ókominn niður á þjóðveg. Áætlað er að komið verði á slysadeild á Akureyri á tíunda tímanum.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverjir áverkar mannsins eru en hann virðist þó ekki alvarlega slasaður að því er segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×